Það skýrist fyrir helgi hvort að takist að mynda þá fimm flokka ríkisstjórn sem nú er í burðarliðnum. Fulltrúar flokkanna hafa fundað síðustu daga og á morgun munu formenn flokkanna hittast og fara yfir stöðuna.
Þetta kom fram í viðtali við Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboð sem nú leiðir stjórnarmyndunarviðræður á milli VG, Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.
„Ég hef ekki miklar áhyggjur af stöðunni. Það er búið að vera að vinna í málefnahópum í allan dag. Við erum núna að fara yfir niðurstöðu dagsins á vettvangi þingflokka, svo væntum við þess að formenn fundi á morgun,“ sagði Katrín.
Sjá einnig: Fjölflokkastjórnin þokast nær í sjávarútvegsmálum en þó er langt í land
Katrín segir að í ljós hafi komið eftir samtal við sérfræðinga að staðan í ríkisfjármálum sé þrengri en talið var og það muni hafa sín áhrif á viðræðurnar. Rætt hefur verið um að skattamál muni reynast helsta deilumálið í viðræðunum. Katrín segir að í ljós muni koma á næstu dögum hvort takist að ná málamiðlun á milli flokkanna varðandi skattamál.
„Það er of snemmt að segja til um það en við verðum á fullu áfram næstu daga þannig að þetta ætti að skýrast á næstu dögum,“ sagði Katrín.
Tekst ykkur að komast á þann stað fyrir helgina að þið finnið að þetta sé að ganga eða ekki.
„Já, við komumst á þann stað fyrir helgi.“
Katrín um stjórnarmyndunarviðræður: „Hef ekki miklar áhyggjur af stöðunni“
Tengdar fréttir

Skattamálin áhyggjuefni í viðræðunum
Hugmyndir Vinstri grænna um hátekjuskatt gætu reynst það sem erfiðast verður að ná saman um í stjórnarmyndunarviðræðunum.

Katrín: „Það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið“
Katrín segir að stefna Vinstri grænna í skattamálum eigi ekki að koma á óvart.

Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“
Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál.

Fjölflokkastjórnin þokast nær í sjávarútvegsmálum en þó er langt í land
„Það gefur augaleið að Vinstri græn hafa ekki beint hingað til talað mikið fyrir markaðslausnum í sjávarútvegi