Carlsen strunsaði út eftir tap í áttundu skákinni Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2016 10:55 Fyrstu sjö skákir einvígisins luku með jafntefli, en Sergei Karjakin hefur nú yfirhöndina. Vísir/EPA Norski stórmeistarinn og heimsmeistarinn Magnus Carlsen stormaði út af fréttamannafundi í nótt eftir að hafa tapað áttundu skákinni í heimsmeistaraeinvígi hans og Rússans Sergei Karjakin sem fram fer í New York. Carlsen var bersýnilega pirraður þegar hann mætti á fréttamannafundinn og hunsaði meðal annars fréttamenn norskra miðla áður en hann settist í sæti sitt. Eftir að hafa setið þar í um tvær mínútur á meðan hann beið eftir að fundurinn hæfist strunsaði hann út úr salnum. Hann á yfir höfði sér allt að sjö milljón króna sekt vegna hegðunar sinnar. Carlsen var hvítur og var aðgangsharður í spilamennskunni í skák næturinnar. Skákin var dramatísk þar sem Carlsen gerði röð mistaka sem Karjakin nýtti sér og kláraði skákina í 52. leik. Undir lokin var Karjakin þó undir mikilli tímapressu þar sem hann hafði spilað fyrstu fjörutíu leikina á tæpum 100 mínútum og átti þá einungis tíu sekúndur eftir á klukkunni. Fyrstu sjö skákirnar luku með jafntefli og hefur Karjakin því forystu með 4,5 vinningi gegn 3,5. Skákmennirnir munu hvíla í dag en setjast aftur við borðið á morgun. Alls eru leiknar tólf skákir í einvíginu. Sjá má hvernig skákin spilaðist á síðunni skák.blog.is. Að neðan má sjá atvikið á fréttamannafundinum þar sem Carlsen strunsaði út. Skák Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Norski stórmeistarinn og heimsmeistarinn Magnus Carlsen stormaði út af fréttamannafundi í nótt eftir að hafa tapað áttundu skákinni í heimsmeistaraeinvígi hans og Rússans Sergei Karjakin sem fram fer í New York. Carlsen var bersýnilega pirraður þegar hann mætti á fréttamannafundinn og hunsaði meðal annars fréttamenn norskra miðla áður en hann settist í sæti sitt. Eftir að hafa setið þar í um tvær mínútur á meðan hann beið eftir að fundurinn hæfist strunsaði hann út úr salnum. Hann á yfir höfði sér allt að sjö milljón króna sekt vegna hegðunar sinnar. Carlsen var hvítur og var aðgangsharður í spilamennskunni í skák næturinnar. Skákin var dramatísk þar sem Carlsen gerði röð mistaka sem Karjakin nýtti sér og kláraði skákina í 52. leik. Undir lokin var Karjakin þó undir mikilli tímapressu þar sem hann hafði spilað fyrstu fjörutíu leikina á tæpum 100 mínútum og átti þá einungis tíu sekúndur eftir á klukkunni. Fyrstu sjö skákirnar luku með jafntefli og hefur Karjakin því forystu með 4,5 vinningi gegn 3,5. Skákmennirnir munu hvíla í dag en setjast aftur við borðið á morgun. Alls eru leiknar tólf skákir í einvíginu. Sjá má hvernig skákin spilaðist á síðunni skák.blog.is. Að neðan má sjá atvikið á fréttamannafundinum þar sem Carlsen strunsaði út.
Skák Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira