Guðlaugur Victor Pálsson var á sínum stað í byrjunarliði Esbjerg sem tapaði 3-0 fyrir Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Illa hefur gengið hjá Esbjerg á þessu tímabili, liðið hefur einungis unnið tvo leiki og situr í fjórtánda og neðsta sæti deildarinnar eftir 17 umferðir.
Robert Skov kom Silkeborg yfir strax á 4. mínútu. Emil Scheel jók muninn í 2-0 á 31. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Skov skoraði svo sitt annað mark og þriðja mark Silkeborg á 78. mínútu og þar við sat.
Victor lék allan tímann á miðjunni. Líkt og í síðustu leikjum bar hann fyrirliðabandið hjá Esbjerg.
Victor hefur leikið 16 af 17 leikjum Esbjerg í deildinni og skorað tvö mörk.
