Stuðningsmaður Trump truflaði sýningu á Hamilton Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. nóvember 2016 21:59 Á gesturinn að hafa móðgast yfir línunni "innflytjendur, við komum hlutunum í verk.“ Vísir/GETTY „Við unnum! Þið töpuðuð! Fokkið ykkur!“ Þetta hrópaði stuðningsmaður Donalds Trump á sýningu á söngleiknum Hamilton í Chicago í gærkvöldi. Að sögn The Independent á gesturinn að hafa móðgast yfir línunni „innflytjendur, við komum hlutunum í verk,“ og viðbörgðum áhorfenda, sem fögnuðu mikið. Var honum vísað á dyr. Donald Trump krafðist í gær afsökunarbeiðni frá leikhóp söngleiksins í New York. Ástæða var sú að einn aðalleikara sýningarinnar las Mike Pence, varaforseta Trump, pistilinn að sýningu lokinni á föstudagskvöld, en hann var þar á meðal gesta. „Við erum fjölbreyttur hópur Bandaríkjamanna sem er óttasleginn um að hin nýja ríkisstjórn muni ekki standa vörð um okkur, plánetuna okkar, börnin okkar og foreldra. Við vonum að þessi sýning hafi hvatt þig til að halda uppi gildum þjóðarinnar og að þú munir starfa fyrir okkur öll,“ sagði Brandon Victor Dixon á föstudagskvöld. Dixon fer með hlutverk Aaron Burr í sýningunni sem var varaforseti Bandaríkjanna 1801-1805. Sjálfur segist Pence ekki hafa móðgast við ræðu leikarans en Trump brást ókvæða við á Twitter síðu sinni. „Leikhúsið á að vera öruggur og einstakur staður. Leikarar Hamilton voru mjög dónalegir í gær við mjög góðan mann, Mike Pence. Biðjist afsökunar!“ skrifaði Trump meðal annars.Our wonderful future V.P. Mike Pence was harassed last night at the theater by the cast of Hamilton, cameras blazing.This should not happen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2016 The Theater must always be a safe and special place.The cast of Hamilton was very rude last night to a very good man, Mike Pence. Apologize!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2016 Höfundir Hamilton , Lin-Manuel Miranda, sagðist hins vegar vera stoltur af Dixon.Proud of @HamiltonMusical. Proud of @BrandonVDixon, for leading with love. And proud to remind you that ALL are welcome at the theater.— Lin-Manuel Miranda (@Lin_Manuel) November 19, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Donald Trump krefur „mjög dónalega“ leikara Hamilton um afsökunarbeiðni Einn aðalleikari söngleiksins Hamilton las Mike Pence, varaforseta Trump, pistilinn að lokinni sýningu í gær en hann var þar á meðal gesta. Trump segir framkomu leikhópsins í garð Pence hafa verið mjög dónalega. 19. nóvember 2016 17:26 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira
„Við unnum! Þið töpuðuð! Fokkið ykkur!“ Þetta hrópaði stuðningsmaður Donalds Trump á sýningu á söngleiknum Hamilton í Chicago í gærkvöldi. Að sögn The Independent á gesturinn að hafa móðgast yfir línunni „innflytjendur, við komum hlutunum í verk,“ og viðbörgðum áhorfenda, sem fögnuðu mikið. Var honum vísað á dyr. Donald Trump krafðist í gær afsökunarbeiðni frá leikhóp söngleiksins í New York. Ástæða var sú að einn aðalleikara sýningarinnar las Mike Pence, varaforseta Trump, pistilinn að sýningu lokinni á föstudagskvöld, en hann var þar á meðal gesta. „Við erum fjölbreyttur hópur Bandaríkjamanna sem er óttasleginn um að hin nýja ríkisstjórn muni ekki standa vörð um okkur, plánetuna okkar, börnin okkar og foreldra. Við vonum að þessi sýning hafi hvatt þig til að halda uppi gildum þjóðarinnar og að þú munir starfa fyrir okkur öll,“ sagði Brandon Victor Dixon á föstudagskvöld. Dixon fer með hlutverk Aaron Burr í sýningunni sem var varaforseti Bandaríkjanna 1801-1805. Sjálfur segist Pence ekki hafa móðgast við ræðu leikarans en Trump brást ókvæða við á Twitter síðu sinni. „Leikhúsið á að vera öruggur og einstakur staður. Leikarar Hamilton voru mjög dónalegir í gær við mjög góðan mann, Mike Pence. Biðjist afsökunar!“ skrifaði Trump meðal annars.Our wonderful future V.P. Mike Pence was harassed last night at the theater by the cast of Hamilton, cameras blazing.This should not happen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2016 The Theater must always be a safe and special place.The cast of Hamilton was very rude last night to a very good man, Mike Pence. Apologize!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 19, 2016 Höfundir Hamilton , Lin-Manuel Miranda, sagðist hins vegar vera stoltur af Dixon.Proud of @HamiltonMusical. Proud of @BrandonVDixon, for leading with love. And proud to remind you that ALL are welcome at the theater.— Lin-Manuel Miranda (@Lin_Manuel) November 19, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Donald Trump krefur „mjög dónalega“ leikara Hamilton um afsökunarbeiðni Einn aðalleikari söngleiksins Hamilton las Mike Pence, varaforseta Trump, pistilinn að lokinni sýningu í gær en hann var þar á meðal gesta. Trump segir framkomu leikhópsins í garð Pence hafa verið mjög dónalega. 19. nóvember 2016 17:26 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira
Donald Trump krefur „mjög dónalega“ leikara Hamilton um afsökunarbeiðni Einn aðalleikari söngleiksins Hamilton las Mike Pence, varaforseta Trump, pistilinn að lokinni sýningu í gær en hann var þar á meðal gesta. Trump segir framkomu leikhópsins í garð Pence hafa verið mjög dónalega. 19. nóvember 2016 17:26