Kvikmyndaframleiðandi frá Wall Street verður fjármálaráðherra Bandaríkjanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. nóvember 2016 11:19 Steve Mnuchin. Vísir/Getty Reiknað er með að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna muni tilnefna Steve Mnuchin, í embætti fjármálaráðherra í dag. Mnuchin starfaði áður hjá Goldman Sachs bankanum og hefur framleitt fjölda Hollywood kvikmynda. New York Times greinir frá.Mnuchin starfaði einnig sem fjármálastjóri kosningaherferðar Trump fyrir forsetakosningarnar. Hann starfaði í sautján ár fyrir Goldman Sachs bankann á Wall Street, fjármálahverfi New York borgar. Árið 2002 stofnaði hann eigið fjármálafyrirtæki en á undanförnum árum hefur hann einbeitt sér að fjármögnun Hollywood-kvikmynda á borð við Avatar, Mad Max, og Suicide Squad en á Internet Movie Database má sjá að Mnuchin er skráður framleiðandi fjölda kvikmynda.Fjármögnun kvikmynda eru þó ekki einu afskipti hans af heimi Hollywood. Hann lék lítið hlutverk í nýjustu mynd Warren Beatty, Rules Don't Apply, sem er nýkomin í kvikmyndahús vestanhafs. Mnuchin er 53 ára og þarf að vera samþykktur af Bandaríkjaþingi áður en hann tekur við embætti. Líkt og fyrr segir er reiknað með að tilkynnt verði um tilnefningu Mnuchin í dag en Trump hefur þegar tilnefnt fjóra af þeim fimmtán ráðherrum sem sitja í ríkisstjórn Bandaríkjanna. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump fær Haley til að taka við stöðu sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum Nikki Haley, ríkisstjóri Suður-Karólínu, verður næsti sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum. 23. nóvember 2016 12:41 Trump og Romney snæddu saman Líklegt þykir að Trump vilji skipa Romney í embætti utanríkisráðherra. 30. nóvember 2016 09:02 Trump útnefnir andstæðing Obamacare heilbrigðisráðherra Price er bæklunarlæknir að mennt og harður andstæðingur þeirra breytinga sem Obama gerði á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. 29. nóvember 2016 14:22 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Reiknað er með að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna muni tilnefna Steve Mnuchin, í embætti fjármálaráðherra í dag. Mnuchin starfaði áður hjá Goldman Sachs bankanum og hefur framleitt fjölda Hollywood kvikmynda. New York Times greinir frá.Mnuchin starfaði einnig sem fjármálastjóri kosningaherferðar Trump fyrir forsetakosningarnar. Hann starfaði í sautján ár fyrir Goldman Sachs bankann á Wall Street, fjármálahverfi New York borgar. Árið 2002 stofnaði hann eigið fjármálafyrirtæki en á undanförnum árum hefur hann einbeitt sér að fjármögnun Hollywood-kvikmynda á borð við Avatar, Mad Max, og Suicide Squad en á Internet Movie Database má sjá að Mnuchin er skráður framleiðandi fjölda kvikmynda.Fjármögnun kvikmynda eru þó ekki einu afskipti hans af heimi Hollywood. Hann lék lítið hlutverk í nýjustu mynd Warren Beatty, Rules Don't Apply, sem er nýkomin í kvikmyndahús vestanhafs. Mnuchin er 53 ára og þarf að vera samþykktur af Bandaríkjaþingi áður en hann tekur við embætti. Líkt og fyrr segir er reiknað með að tilkynnt verði um tilnefningu Mnuchin í dag en Trump hefur þegar tilnefnt fjóra af þeim fimmtán ráðherrum sem sitja í ríkisstjórn Bandaríkjanna.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump fær Haley til að taka við stöðu sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum Nikki Haley, ríkisstjóri Suður-Karólínu, verður næsti sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum. 23. nóvember 2016 12:41 Trump og Romney snæddu saman Líklegt þykir að Trump vilji skipa Romney í embætti utanríkisráðherra. 30. nóvember 2016 09:02 Trump útnefnir andstæðing Obamacare heilbrigðisráðherra Price er bæklunarlæknir að mennt og harður andstæðingur þeirra breytinga sem Obama gerði á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. 29. nóvember 2016 14:22 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Trump fær Haley til að taka við stöðu sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum Nikki Haley, ríkisstjóri Suður-Karólínu, verður næsti sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum. 23. nóvember 2016 12:41
Trump og Romney snæddu saman Líklegt þykir að Trump vilji skipa Romney í embætti utanríkisráðherra. 30. nóvember 2016 09:02
Trump útnefnir andstæðing Obamacare heilbrigðisráðherra Price er bæklunarlæknir að mennt og harður andstæðingur þeirra breytinga sem Obama gerði á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. 29. nóvember 2016 14:22