Konur valdamiklar í ÍA Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. nóvember 2016 11:15 Kvenskörungar á Skaganum. Regína Ásvaldsdóttir er fyrsti kvenbæjarstjórinn í 74 ára sögu Akraness, Helga Sjöfn Jóhannesdóttir er fyrsti kvenkyns formaður ÍA, Hildur Karen er fyrsta konan til að gegna íþróttafulltrúastöðu ÍA og Hulda Birna Baldursdóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnufélags ÍA, er önnur konan í þeirri stöðu. Mynd/Jónas Ottósson Hjarta Akraness slær hjá ÍA. Við splæstum saman 40 ára afmæli íþróttahússins við Vesturgötu og 70 ára afmæli ÍA og fögnuðum um síðustu helgi,“ segir Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, íþróttafulltrúi Íþróttabandalags Akraness, sem tók við starfinu á þessu ári, fyrst kvenna. Tvær aðrar konur komust líka í efstu lög píramída ÍA því Helga Sjöfn Jóhannesdóttir varð fyrsta konan til að verða formaður bandalagsins í 70 ára sögu þess og Hulda Birna Baldursdóttir sem er nýráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnufélags ÍA er önnur konan til að gegna þeirri stöðu. Hildur Karen segir þær allar vinna vel saman en hvað finnst körlunum um þessar breytingar? „Mér heyrist þeir vera ánægðir með okkur og standa algerlega við bakið á okkur. Við mætum bara virðingu og trausti þar.“ Hildur Karen segir síðustu vikur hafa verið annasamar í hennar starfi, bæði vegna flutnings skrifstofu bandalagsins af Jaðarsbakkasvæðinu í íþróttahúsið við Vesturgötu og undirbúnings afmælishátíðarinnar sem hún segir hafa tekist vel. „Þetta var fjölskyldugleðidagur. Aðildarfélög ÍA buðu upp á sýningar og gáfu gestum kost á að spreyta sig í hinum ýmsu íþróttagreinum auk þess sem veitingar voru á borðum. Okkur reiknast til að 800 til 1.000 manns hafi komið í heimsókn.“ Aðildarfélög ÍA eru 18 talsins og iðkendur um 2.500 eða um 35% íbúanna.„Hvert félag er sjálfstæð eining en hefur aðgang að ýmissi þjónustu sem við veitum hjá ÍA. Svo vinnum við líka með afreksíþróttabraut Fjölbrautaskólans,“ segir Hildur Karen sem er grunnskólakennari að mennt, með íþróttir sem val. Hún hefur unnið í Grundaskóla frá 2000, fyrir utan eitt ár sem hún var framkvæmdastjóri Sundsambandsins. Sund er bæði áhugamál hennar og keppnisíþrótt. Hún kveðst sjá um ungbarnasundkennslu og samflot á Akranesi. Það síðarnefnda þarf hún að útskýra betur. „Í samflotinu er fólk með flothettu á höfði og flotsett á lærum, liggur í heitri innisundlaug, losar um streitu og á nærandi stund í kyrrð við kertaljós,“ lýsir hún. Það hljómar óneitanlega vel. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. nóvember 2016. Lífið Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira
Hjarta Akraness slær hjá ÍA. Við splæstum saman 40 ára afmæli íþróttahússins við Vesturgötu og 70 ára afmæli ÍA og fögnuðum um síðustu helgi,“ segir Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, íþróttafulltrúi Íþróttabandalags Akraness, sem tók við starfinu á þessu ári, fyrst kvenna. Tvær aðrar konur komust líka í efstu lög píramída ÍA því Helga Sjöfn Jóhannesdóttir varð fyrsta konan til að verða formaður bandalagsins í 70 ára sögu þess og Hulda Birna Baldursdóttir sem er nýráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnufélags ÍA er önnur konan til að gegna þeirri stöðu. Hildur Karen segir þær allar vinna vel saman en hvað finnst körlunum um þessar breytingar? „Mér heyrist þeir vera ánægðir með okkur og standa algerlega við bakið á okkur. Við mætum bara virðingu og trausti þar.“ Hildur Karen segir síðustu vikur hafa verið annasamar í hennar starfi, bæði vegna flutnings skrifstofu bandalagsins af Jaðarsbakkasvæðinu í íþróttahúsið við Vesturgötu og undirbúnings afmælishátíðarinnar sem hún segir hafa tekist vel. „Þetta var fjölskyldugleðidagur. Aðildarfélög ÍA buðu upp á sýningar og gáfu gestum kost á að spreyta sig í hinum ýmsu íþróttagreinum auk þess sem veitingar voru á borðum. Okkur reiknast til að 800 til 1.000 manns hafi komið í heimsókn.“ Aðildarfélög ÍA eru 18 talsins og iðkendur um 2.500 eða um 35% íbúanna.„Hvert félag er sjálfstæð eining en hefur aðgang að ýmissi þjónustu sem við veitum hjá ÍA. Svo vinnum við líka með afreksíþróttabraut Fjölbrautaskólans,“ segir Hildur Karen sem er grunnskólakennari að mennt, með íþróttir sem val. Hún hefur unnið í Grundaskóla frá 2000, fyrir utan eitt ár sem hún var framkvæmdastjóri Sundsambandsins. Sund er bæði áhugamál hennar og keppnisíþrótt. Hún kveðst sjá um ungbarnasundkennslu og samflot á Akranesi. Það síðarnefnda þarf hún að útskýra betur. „Í samflotinu er fólk með flothettu á höfði og flotsett á lærum, liggur í heitri innisundlaug, losar um streitu og á nærandi stund í kyrrð við kertaljós,“ lýsir hún. Það hljómar óneitanlega vel. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. nóvember 2016.
Lífið Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira