Gaupi og Henson ræða Hemma Gunn í 70 ára afmælinu: „Það var eðal Hemmi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2016 19:00 Hermann Gunnarsson hefði verið sjötugur í dag en hann var brákvaddur sumarið 2013 þá aðeins 66 ára gamall. Hermann fæddist 9. desember 1946. Hermann var einn ástsælasti fjölmiðlamaður þjóðarinnar. Vinir og vandamenn voru mættir í 70 ára afmælisveisluna í hádeginu í dag. Guðjón Guðmundsson skellti sér í afmælisveislu Hemma þar sem vinir hans hittust og minntust einstaks manns sem vann huga og hjörtu íslensku þjóðarinnar, fyrst sem knattspyrnuhetja og svo sem sjónvarpsstjarna í þættinum „Á tali hjá Hemma Gunn“ vinsælasta spjallþætti Íslandssögunnar. „Hann hefði getað skorað mörk í hvað deild sem var. Það var alveg klárt mál,“ sagði vinur hans Halldór Einarsson, betur þekktur undir gælunafninu Henson. Þeir voru báðir harðir Valsmenn og á sínum tíma leikmenn liðsins til fjölda ára. „Hann hafði aldrei metnað til þess að verða alvöru atvinnumaður. Ég held að það hafi verið of mikill órói í honum. Hann hafði aldrei getað farið með sig undir þann daga sem tilheyrir atvinnumennsku í fóbolta,“ sagði Halldór. Hermann Gunnarsson varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með Val (1966, 1967, 1976 og 1980) og þrisvar sinnum markakóngur íslensku deildarinnar (1967, 1970 og 1973) og enginn hefur skorað fleiri þrennur í efstu deild á Íslandi (9). Hermann Gunnarsson er fimmti markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi (var sá markahæsti í nokkur ár á áttunda áratugnum) og hann skoraði á sínum tíma bæði fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta (45 mörk í 15 leikjum) og karlalandsliðið í fótbolta (6 mörk í 20 leikjum). Hermann skoraði meðal annars sautján mörk í handboltalandsleik á í 41-19 sigri á móti Bandaríkjunum í New Jersey 17. maí 1966 og tvennu í 2-0 sigri á Norðmönnum á Laugardalsvellinum 20. júlí 1970. „Að tala um Hemma er ekkert auðvelt mál vegna þess að það voru svo margar hliðar á honum. Bestu hliðina sýndi hann þegar hann var búinn að deyja og kominn til baka, þakklátur fyrir að vera ennþá á lífi. Hann gantaðist þá með og rifjaði upp hverja hann hefði hitt hinum megin,“ sagði Halldór Einarsson. „Nú var hann kominn aftur, andaði og tók þátt í lífinu. Hann átti ekki neitt, bara litlar skuldir og var eins auðmjúkur eins og nokkur maður gat verið. Það var eðal Hemmi,“ sagði Halldór. „Ég segi bara, verið hress, ekkert stress og bless,“ sagði Halldór að lokum en það má sjá viðtalið við hann í innslagi Gaupa í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Leik lokið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Sjá meira
Hermann Gunnarsson hefði verið sjötugur í dag en hann var brákvaddur sumarið 2013 þá aðeins 66 ára gamall. Hermann fæddist 9. desember 1946. Hermann var einn ástsælasti fjölmiðlamaður þjóðarinnar. Vinir og vandamenn voru mættir í 70 ára afmælisveisluna í hádeginu í dag. Guðjón Guðmundsson skellti sér í afmælisveislu Hemma þar sem vinir hans hittust og minntust einstaks manns sem vann huga og hjörtu íslensku þjóðarinnar, fyrst sem knattspyrnuhetja og svo sem sjónvarpsstjarna í þættinum „Á tali hjá Hemma Gunn“ vinsælasta spjallþætti Íslandssögunnar. „Hann hefði getað skorað mörk í hvað deild sem var. Það var alveg klárt mál,“ sagði vinur hans Halldór Einarsson, betur þekktur undir gælunafninu Henson. Þeir voru báðir harðir Valsmenn og á sínum tíma leikmenn liðsins til fjölda ára. „Hann hafði aldrei metnað til þess að verða alvöru atvinnumaður. Ég held að það hafi verið of mikill órói í honum. Hann hafði aldrei getað farið með sig undir þann daga sem tilheyrir atvinnumennsku í fóbolta,“ sagði Halldór. Hermann Gunnarsson varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með Val (1966, 1967, 1976 og 1980) og þrisvar sinnum markakóngur íslensku deildarinnar (1967, 1970 og 1973) og enginn hefur skorað fleiri þrennur í efstu deild á Íslandi (9). Hermann Gunnarsson er fimmti markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi (var sá markahæsti í nokkur ár á áttunda áratugnum) og hann skoraði á sínum tíma bæði fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta (45 mörk í 15 leikjum) og karlalandsliðið í fótbolta (6 mörk í 20 leikjum). Hermann skoraði meðal annars sautján mörk í handboltalandsleik á í 41-19 sigri á móti Bandaríkjunum í New Jersey 17. maí 1966 og tvennu í 2-0 sigri á Norðmönnum á Laugardalsvellinum 20. júlí 1970. „Að tala um Hemma er ekkert auðvelt mál vegna þess að það voru svo margar hliðar á honum. Bestu hliðina sýndi hann þegar hann var búinn að deyja og kominn til baka, þakklátur fyrir að vera ennþá á lífi. Hann gantaðist þá með og rifjaði upp hverja hann hefði hitt hinum megin,“ sagði Halldór Einarsson. „Nú var hann kominn aftur, andaði og tók þátt í lífinu. Hann átti ekki neitt, bara litlar skuldir og var eins auðmjúkur eins og nokkur maður gat verið. Það var eðal Hemmi,“ sagði Halldór. „Ég segi bara, verið hress, ekkert stress og bless,“ sagði Halldór að lokum en það má sjá viðtalið við hann í innslagi Gaupa í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Leik lokið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Sjá meira