Skýrsla Kidda: Leikmenn Njarðvíkur starfa í skelfilegu atvinnuumhverfi Kristinn Geir Friðriksson skrifar 9. desember 2016 09:00 Þetta gæti orðið langur vetur hjá Njarðvík. vísir/ernir ÍR-ingar tóku Njarðvíkingum fagnandi í Hertz-hellinum í kvöld þegar liðin áttust við í 9.umferð Domino‘s-deildinni. Leikmenn tókust í hendur og þar með lauk öllu kurteisishjali ÍR-inga. Heimamenn tóku völdin snemma og þrátt fyrir að vera eitt allra óstöðugasta lið deildarinnar (ekki „stöðugt lélega“ eins og Svali talaði um af stakri snilld) þá náði ÍR-liðið ekki bara að sýna fágæta yfirburði heldur halda þeim þéttingsfast í heilan leik! Þetta tókst fyrst og fremst með sterkri vörn, vel framkvæmdu leikskipulagi og liðsanda. Hálfleikstölur voru 46-33 og án þess að missa slag náðu ÍR að landa frábærum 92-73 sigri og jafna Njarðvík að stigum í deildinni.Jón Arnór Sverrisson byrjar ágætlega.vísir/ernirEinfaldur leikur Heimamenn byrjuðu að úthella mikilli orku í leiknum og uppskáru ekki mikið fyrir í upphafi. Vörnin hélt gestunum niðri og þó sóknin hafi ekki verið frábær í fyrsta hluta var ljóst snemma í hvert stefndi. Njarðvíkurliðið var alltaf á eftir og náði aldrei stjórn á sínum leik. Jón Arnór Sverrison átti prýðilegan fyrsta hlutan liðið hans einfaldlega fúnkeraði ekki og skoraði aðeins ellefu í hlutanum, Jón sjö þeirra. Í öðrum hluta áttu gestirnir einn góðan sprett en ÍR bætti bara í og kæfði frekar vonlaust áhlaup gestanna í fæðingu. Á fyrstu fimm mínútum gerðu ÍR-ingar útum leikinn og fjórði hluti var formatriði sem þurfti að klára. Njarðvíkingar gáfust ekki upp svona snemma en það góða sem þeir gerðu var of veikt og of seint. Liðsheild ÍR vann daginn og á mikið hrós skilið fyrir seiglu og skynsaman leik.Minnsti stóri maðurinn er í Njarðvík.vísir/ernirKrísa í Njarðvík Í mínum huga er krísa í Njarðvík, liðið skortir eina grundvallarstoðina í körfuknattleik; hæð! Eftir að hafa losað sig við einn besta skorara deildarinnar sem Bonneau var, skiljanlega vissulega, þá situr liðið eftir hálfafvopnað því oftar en ekki þá var það hans að kveikja þessa elda sem urðu að bálum sem urðu að sigrum hjá Njarðvík. Logi Gunnarsson er ekkert lamb, og ekki heldur Jóhann Ólafsson. Þessir menn, ásamt Birni Kristjánssyni þurfa að draga þungan vagn í slagtogi með minnsta stóra manni deildarinnar, Jeremy Atkinson! Þetta er einfaldlega ekki boðlegt því okið er of mikið á fáar herðar. ÍR-ingar gerðu sér fyllilega grein fyrir þessu í kvöld; liðið fór skipulega inní teig á Quincy Hankins-Cole og Hjalta Friðriksson og sýndu svo fádæma yfirburði í fráköstum, bara með því einfalda bragði að fara oft og margir inní teiginn til þess að ná þeim. Þetta var of mikið fyrir Njarðvíkinga og ég ætla ekki að lá þeim; þeir eru að starfa í skelfilegu atvinnuumhverfi! Öll lið munu reyna að nýta sér þennan veikleika og það verður mjög langur vetur fyrir suma leikmenn liðsins ef engar breytingar verða á.ÍR-ingar unnu sterkan sigur.vísir/ernirHvörf í Hverfinu? ÍR-ingar virðast vera að ná sér upp úr holunni sem hefur hamlað þeim að vinna leiki í vetur. Allt annar bragur er á liðinu með Quincy Cole; hann hefur snarbreytt danskorti allra leikmanna liðsins, sem geta núna fengið meira pláss á gólfinu. Cole skilaði 32 stigum, 9 fráköstum og 29 í heildarframlagi og í þessum leik sást vel hversu góð áhrif hans leikur hefur á aðra leikmenn. Hjalti Friðriksson, Kristinn Marínósson, Sveinbjörn Claessen og Trausta Eiríksson voru mjög góðir og Hákon Hjálmarsson og Daði Berg Grétarsson komu sterkir af bekknum. Matthías Orri Sigurðarson stjórnaði liðinu vel og var mjög ógnandi í sókn. Þetta er mun áhugaverðara Breiðholtslið og einfaldlega líklegt til frekari afreka; lið sem gæti náð stöðugleika í sinn leik. Dominos-deild karla Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
ÍR-ingar tóku Njarðvíkingum fagnandi í Hertz-hellinum í kvöld þegar liðin áttust við í 9.umferð Domino‘s-deildinni. Leikmenn tókust í hendur og þar með lauk öllu kurteisishjali ÍR-inga. Heimamenn tóku völdin snemma og þrátt fyrir að vera eitt allra óstöðugasta lið deildarinnar (ekki „stöðugt lélega“ eins og Svali talaði um af stakri snilld) þá náði ÍR-liðið ekki bara að sýna fágæta yfirburði heldur halda þeim þéttingsfast í heilan leik! Þetta tókst fyrst og fremst með sterkri vörn, vel framkvæmdu leikskipulagi og liðsanda. Hálfleikstölur voru 46-33 og án þess að missa slag náðu ÍR að landa frábærum 92-73 sigri og jafna Njarðvík að stigum í deildinni.Jón Arnór Sverrisson byrjar ágætlega.vísir/ernirEinfaldur leikur Heimamenn byrjuðu að úthella mikilli orku í leiknum og uppskáru ekki mikið fyrir í upphafi. Vörnin hélt gestunum niðri og þó sóknin hafi ekki verið frábær í fyrsta hluta var ljóst snemma í hvert stefndi. Njarðvíkurliðið var alltaf á eftir og náði aldrei stjórn á sínum leik. Jón Arnór Sverrison átti prýðilegan fyrsta hlutan liðið hans einfaldlega fúnkeraði ekki og skoraði aðeins ellefu í hlutanum, Jón sjö þeirra. Í öðrum hluta áttu gestirnir einn góðan sprett en ÍR bætti bara í og kæfði frekar vonlaust áhlaup gestanna í fæðingu. Á fyrstu fimm mínútum gerðu ÍR-ingar útum leikinn og fjórði hluti var formatriði sem þurfti að klára. Njarðvíkingar gáfust ekki upp svona snemma en það góða sem þeir gerðu var of veikt og of seint. Liðsheild ÍR vann daginn og á mikið hrós skilið fyrir seiglu og skynsaman leik.Minnsti stóri maðurinn er í Njarðvík.vísir/ernirKrísa í Njarðvík Í mínum huga er krísa í Njarðvík, liðið skortir eina grundvallarstoðina í körfuknattleik; hæð! Eftir að hafa losað sig við einn besta skorara deildarinnar sem Bonneau var, skiljanlega vissulega, þá situr liðið eftir hálfafvopnað því oftar en ekki þá var það hans að kveikja þessa elda sem urðu að bálum sem urðu að sigrum hjá Njarðvík. Logi Gunnarsson er ekkert lamb, og ekki heldur Jóhann Ólafsson. Þessir menn, ásamt Birni Kristjánssyni þurfa að draga þungan vagn í slagtogi með minnsta stóra manni deildarinnar, Jeremy Atkinson! Þetta er einfaldlega ekki boðlegt því okið er of mikið á fáar herðar. ÍR-ingar gerðu sér fyllilega grein fyrir þessu í kvöld; liðið fór skipulega inní teig á Quincy Hankins-Cole og Hjalta Friðriksson og sýndu svo fádæma yfirburði í fráköstum, bara með því einfalda bragði að fara oft og margir inní teiginn til þess að ná þeim. Þetta var of mikið fyrir Njarðvíkinga og ég ætla ekki að lá þeim; þeir eru að starfa í skelfilegu atvinnuumhverfi! Öll lið munu reyna að nýta sér þennan veikleika og það verður mjög langur vetur fyrir suma leikmenn liðsins ef engar breytingar verða á.ÍR-ingar unnu sterkan sigur.vísir/ernirHvörf í Hverfinu? ÍR-ingar virðast vera að ná sér upp úr holunni sem hefur hamlað þeim að vinna leiki í vetur. Allt annar bragur er á liðinu með Quincy Cole; hann hefur snarbreytt danskorti allra leikmanna liðsins, sem geta núna fengið meira pláss á gólfinu. Cole skilaði 32 stigum, 9 fráköstum og 29 í heildarframlagi og í þessum leik sást vel hversu góð áhrif hans leikur hefur á aðra leikmenn. Hjalti Friðriksson, Kristinn Marínósson, Sveinbjörn Claessen og Trausta Eiríksson voru mjög góðir og Hákon Hjálmarsson og Daði Berg Grétarsson komu sterkir af bekknum. Matthías Orri Sigurðarson stjórnaði liðinu vel og var mjög ógnandi í sókn. Þetta er mun áhugaverðara Breiðholtslið og einfaldlega líklegt til frekari afreka; lið sem gæti náð stöðugleika í sinn leik.
Dominos-deild karla Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira