Prada skorar lágt á rannsókn um nauðungarvinnu Ritstjórn skrifar 9. desember 2016 12:30 Reglulega eru tískumerki gagnrýnd harðlega fyrir að láta framleiða fötin sín við skilyrði sem eru ekki mannsæmandi. Hvort sem það eru vinnuskilyrðin, launin, vinnutímarnir, barnaþrælkun eða allt þetta saman. Í nýrri könnun frá KnowTheChain sem rannsakar nauðungarvinnu innan tískubransans. Þar kom margt á óvart, eins og að ódýrar fatakeðjur á borð við H&M og Gap komu mun betur út heldur en tískuhúsið Prada, sem selur rándýrar leðurtöskur og föt. Adidas, Gap, H&M og Lululemon voru á meðal þeirra sem fengu hæstu einkunn. Á meðan var Kering og Prada á botninum en Kering á tískuhús á borð við Gucci og Saint Laurent. Þrátt fyrir að ódýrari fatamerkin séu að koma vel út úr þessari könnun þá þýðir ekki að þau séu alveg saklaus. KnowTheChain leit aðeins á takmarkaða þætti og segja að enn sé mikið um nauðungarvinnu hjá H&M og öðrum. Það sem er þó sláandi að svoleiðis vinnuafl sé að finna hjá lúxus fyrirtækjunum þar sem viðskiptavinir borga háar upphæðir fyrir vörur í góðri trú um að þær séu framleiddar við góð skilyrði. Mest lesið Óþekkjanleg á forsíðu Paper Glamour Ekki missa af sjarmatröllinu með bleika hárið Glamour Gleðin ríkjandi en undirtónninn alvarlegri Glamour Var uppgötvuð á Justin Bieber tónleikum Glamour Er Harry Styles innblástur að línu Gucci? Glamour Rosie Huntington-Whiteley og Jason Statham trúlofuð Glamour Tulipop bestu nýliðarnir Glamour Fimm sumarlegir varalitir fyrir helgina Glamour Hönnuðir neita að klæða frægar konur vegna stærðar Glamour Vantar ykkur krydd í kynlífið? Glamour
Reglulega eru tískumerki gagnrýnd harðlega fyrir að láta framleiða fötin sín við skilyrði sem eru ekki mannsæmandi. Hvort sem það eru vinnuskilyrðin, launin, vinnutímarnir, barnaþrælkun eða allt þetta saman. Í nýrri könnun frá KnowTheChain sem rannsakar nauðungarvinnu innan tískubransans. Þar kom margt á óvart, eins og að ódýrar fatakeðjur á borð við H&M og Gap komu mun betur út heldur en tískuhúsið Prada, sem selur rándýrar leðurtöskur og föt. Adidas, Gap, H&M og Lululemon voru á meðal þeirra sem fengu hæstu einkunn. Á meðan var Kering og Prada á botninum en Kering á tískuhús á borð við Gucci og Saint Laurent. Þrátt fyrir að ódýrari fatamerkin séu að koma vel út úr þessari könnun þá þýðir ekki að þau séu alveg saklaus. KnowTheChain leit aðeins á takmarkaða þætti og segja að enn sé mikið um nauðungarvinnu hjá H&M og öðrum. Það sem er þó sláandi að svoleiðis vinnuafl sé að finna hjá lúxus fyrirtækjunum þar sem viðskiptavinir borga háar upphæðir fyrir vörur í góðri trú um að þær séu framleiddar við góð skilyrði.
Mest lesið Óþekkjanleg á forsíðu Paper Glamour Ekki missa af sjarmatröllinu með bleika hárið Glamour Gleðin ríkjandi en undirtónninn alvarlegri Glamour Var uppgötvuð á Justin Bieber tónleikum Glamour Er Harry Styles innblástur að línu Gucci? Glamour Rosie Huntington-Whiteley og Jason Statham trúlofuð Glamour Tulipop bestu nýliðarnir Glamour Fimm sumarlegir varalitir fyrir helgina Glamour Hönnuðir neita að klæða frægar konur vegna stærðar Glamour Vantar ykkur krydd í kynlífið? Glamour