Graham hefur barist fram á sjónarsviðið sem fyrirsæta í yfirstærð en hana dreymir um að ganga á tískusýningu Victoria's Secret. Í samtali við TMZ segir hún að henni þyki mikið vanta upp á þegar það kemur að fjölbreytileika fyrirsætanna hjá bandaríska undirfatarisanum. Hún segist þó muna segja já ef að hún yrði beðin um að ganga á sýningunni.
