Lífeyrisiðgjöld opinberra starfsmanna hækka um áramótin verði ekki samið Heimir Már Pétursson skrifar 8. desember 2016 12:00 Fjármálaráðherra segir að mikið sé undir. Vísir/Anton Fjármálaráðherra segir brýnt að Alþingi nái að samþykkja lög um jöfnun lífeyrisréttinda fyrir áramót, ella þurfi ríki og sveitarfélög að hækka lífeyrisiðgjöld verulega. Ýmis þenslumerki séu í þjóðfélaginu og ekki megi við því að friður verði úti á vinnumarkaði vegna lífeyrismálanna. Fráfarandi ríkisstjórn lagði fram frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna og fólks á almennum vinnumarkaði og hugðist greiða tugi milljarða inn á uppsafnaðar skuldbindingar ríkissjóðs vegna lífeyris opinberra starfsmanna. Frumvarpið var lagt til hliðar þegar nokkur félög opinberra starfsmanna felldu samkomulag um breytingar á lífeyrismálunum. Breytingarnar tengjast einnig heildarsamkomulagi á vinnumarkaði og því eru kjarasamningar sem koma til endurskoðunar í upphafi næsta árs í óvissu. Bjarni Benediktsson starfandi fjármálaráðherra sagði þegar hann mælti fyrir fjárlagafrumvarpi starfsstjórnarinnar á Alþingi í gær að ágætis jafnvægi væri nú í efnahagsmálum en blikur væru á lofti.Bjarni Benediktsson, starfandi fjármálaráðherra.vísir/gva„Efnahagsleg endurreisn Íslands eftir fall bankakerfisins haustið 2008 er vel á veg komin og eru hagspár fyrir næstu ár afar hagfelldar. Hagvöxtur hefur verið byggður á traustum grunni undanfarin ár og það er ágætis jafnvægi í þjóðarbúskapnum um þessar mundir. Verðbólga er lítil, kaupmáttur vex, atvinnustig er hátt og atvinnuleysi með því minnsta sem við höfum séð,“ sagði Bjarni. Ágætis vöxtur væri í fjárfestingu atvinnuvega samhliða aukningu í einkaneyslu og heimili og fyrirtæki hafi nýtt hagstæðar aðstæður til að draga úr skuldsetningu. „En það er ekki hægt að horfa framhjá því að það eru vaxandi líkur á því að þensla kunni að ógna jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Hraður vöxtur ferðaþjónustunnar setur viðvarandi þrýsting á krónuna. Laun hafa hækkað verulega umfram framleiðnivöxt og gera má ráð fyrir að framleiðsluspennan nái hámarki í byrjun næsta árs. Breytt umgjörð kjarasamninga er því nauðsynleg en óvissu gætir nú á vinnumarkaði meðal annars vegna þess að ekki hefur enn orðið að jöfnun lífeyrisréttinda á milli almenna og opinbera markaðarins,“ sagði fjármálaráðherra. Bjarni sagðist vona að Alþingi auðnaðist að ljúka því verkefni á yfirstandandi þingi og þá helst í þessum mánuði. „Það er mikið undir. Ekki bara fyrir vinnumarkaðinn og áframhaldandi frið á vinnumarkaði, heldur er ljóst að ríki og sveitarfélög munu um áramótin þurfa að hækka iðgjöld verulega ef ekki verður brugðist við. Á undanförnum dögum og vikum hefur haldið áfram samtal við heildarsamtökin vegna þess samkomulags sem undirritað var á sínum tíma og stendur enn. Enginn hefur sagt sig frá því. En samtalið snýst meðal annars um það hvernig við getum aðlagað mögulegt frumvarp sem kæmi þá fram á þessu þingi að þeim sjónarmiðum sem fram hafa komið frá því málið var lagt hér fram á síðasta þingi fyrir kosningar,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Fjármálaráðherra segir brýnt að Alþingi nái að samþykkja lög um jöfnun lífeyrisréttinda fyrir áramót, ella þurfi ríki og sveitarfélög að hækka lífeyrisiðgjöld verulega. Ýmis þenslumerki séu í þjóðfélaginu og ekki megi við því að friður verði úti á vinnumarkaði vegna lífeyrismálanna. Fráfarandi ríkisstjórn lagði fram frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna og fólks á almennum vinnumarkaði og hugðist greiða tugi milljarða inn á uppsafnaðar skuldbindingar ríkissjóðs vegna lífeyris opinberra starfsmanna. Frumvarpið var lagt til hliðar þegar nokkur félög opinberra starfsmanna felldu samkomulag um breytingar á lífeyrismálunum. Breytingarnar tengjast einnig heildarsamkomulagi á vinnumarkaði og því eru kjarasamningar sem koma til endurskoðunar í upphafi næsta árs í óvissu. Bjarni Benediktsson starfandi fjármálaráðherra sagði þegar hann mælti fyrir fjárlagafrumvarpi starfsstjórnarinnar á Alþingi í gær að ágætis jafnvægi væri nú í efnahagsmálum en blikur væru á lofti.Bjarni Benediktsson, starfandi fjármálaráðherra.vísir/gva„Efnahagsleg endurreisn Íslands eftir fall bankakerfisins haustið 2008 er vel á veg komin og eru hagspár fyrir næstu ár afar hagfelldar. Hagvöxtur hefur verið byggður á traustum grunni undanfarin ár og það er ágætis jafnvægi í þjóðarbúskapnum um þessar mundir. Verðbólga er lítil, kaupmáttur vex, atvinnustig er hátt og atvinnuleysi með því minnsta sem við höfum séð,“ sagði Bjarni. Ágætis vöxtur væri í fjárfestingu atvinnuvega samhliða aukningu í einkaneyslu og heimili og fyrirtæki hafi nýtt hagstæðar aðstæður til að draga úr skuldsetningu. „En það er ekki hægt að horfa framhjá því að það eru vaxandi líkur á því að þensla kunni að ógna jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Hraður vöxtur ferðaþjónustunnar setur viðvarandi þrýsting á krónuna. Laun hafa hækkað verulega umfram framleiðnivöxt og gera má ráð fyrir að framleiðsluspennan nái hámarki í byrjun næsta árs. Breytt umgjörð kjarasamninga er því nauðsynleg en óvissu gætir nú á vinnumarkaði meðal annars vegna þess að ekki hefur enn orðið að jöfnun lífeyrisréttinda á milli almenna og opinbera markaðarins,“ sagði fjármálaráðherra. Bjarni sagðist vona að Alþingi auðnaðist að ljúka því verkefni á yfirstandandi þingi og þá helst í þessum mánuði. „Það er mikið undir. Ekki bara fyrir vinnumarkaðinn og áframhaldandi frið á vinnumarkaði, heldur er ljóst að ríki og sveitarfélög munu um áramótin þurfa að hækka iðgjöld verulega ef ekki verður brugðist við. Á undanförnum dögum og vikum hefur haldið áfram samtal við heildarsamtökin vegna þess samkomulags sem undirritað var á sínum tíma og stendur enn. Enginn hefur sagt sig frá því. En samtalið snýst meðal annars um það hvernig við getum aðlagað mögulegt frumvarp sem kæmi þá fram á þessu þingi að þeim sjónarmiðum sem fram hafa komið frá því málið var lagt hér fram á síðasta þingi fyrir kosningar,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira