Það sem Coco gerir snilldar vel er að blanda klassík við öðruvísi flíkur eins og Vans skóm við útvíðar buxur. Ungstirnið slær flestum fullorðnum við enda með einstakan stíl sem eflaust margir geta sótt innblástur til.
Þrátt fyrir að Coco fái líklegast hjálp frá foreldrum sínum við að velja fötin þá fer það ekkert á milli mála að það er ekki hver sem er sem mundi líta jafn vel út í þeim og hún.




