Nýr þingmaður fékk fjárlagafrumvarpið í hendurnar: „Shit just got serious“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. desember 2016 20:15 Meðal þess sem þurfti að huga að við þingsetningu var myndataka fyrir althingi.is Mynd/Andrés Ingi Andrés Ingi Jónsson er einn þeirra 32 nýju þingmanna sem tóku sæti á þingi í dag. Andrés tekur sæti fyrir Vinstri græna. Hann tók upp á því að leyfa fylgjendum sínum á Twitter að fylgja sér í gegnum viðburðarríkan þingsetningardag líkt og hann gerði í veislu á Bessastöðum 1. desember síðastliðinn.Sjá einnig: Ferðasaga nýs þingmanns á Bessastaði: Forsetinn „góður gestgjafi og eðalnörd“Við þingsetningu er þingmönnum úthlutað sæti til bráðabirgða á meðan athöfnin stendur yfir. Síðar er svo dregið í sæti. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins var sessunautur Andrésar og hinum megin við Ásmund sat Ásta Guðrún Helgadóttir pírati. Andrés segir þau hafa stillt glensinu í hóf í þetta skiptið, en grín þeirra með forseta Íslands olli töluverðum usla í síðustu viku.Búið að kaupa blóm og merkja sæti til bráðabirgða. #þingsetning nálgast! pic.twitter.com/7myoqGlvIT— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 #þingsetning er bara með tímabundna sætaskipan, en það er passað upp á að láta okkur @asta_fish ramma inn kall. Höldum samt sprelli í hófi pic.twitter.com/HeT3j2P6io— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Þá var kominn tími á að skella sér í myndatöku fyrir vef Alþingis. Myndin er raunar ekki enn komin í birtingu þar en útkoman er eflaust hin glæsilegastaÞað er ekki eintómur glamúr þegar er #þingsetning. Maður þarf líka að setja upp sparisvipinn og fara í myndatöku fyrir vef @Althingi pic.twitter.com/TEjkvQFkZT— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Andrés var meðal þeirra þingmanna sem kusu að sitja ekki hina hefðbundnu guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Hann fylgdist þó grannt með þegar þingmenn bjuggu sig undir að ganga frá þinghúsinu yfir í kirkjuna og eins þegar þeir gengu aftur til þinghússins.Hersingin að verða tilbúin að rölta yfir í dómkirkjuna. #þingsetning er eins og skólinn með það að við sem förum ekki dundum okkur á meðan. pic.twitter.com/3NPBjwgJIu— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Svona lítur #þingsetning út úr þingflokksherbergi @Vinstrigraen pic.twitter.com/SGBZjMJSq2— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Þá var komið að ávarpi forseta Íslands og ljóst er að Andrés hefur lagt vel við hlustir.Þingið þarf að endurheimta traustið sem það tapaði við hrunið, segir Guðni forseti. Með málefnalegri umræðu. Sammála. #þingsetning— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Aldrei fleiri nýliðar. Aldrei yngra þing. Aldrei fleiri konur. Nú er lag að bæta vinnubrögð, segir Guðni forseti. #þingsetning— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 En að hátíðarhöldum loknum hóst þingfundur, nýir þingmenn undirrituðu drengskaparheit og frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2017 var kynnt. Alvara farin að færast í leikinn.#þingsetning, seinni hálfleikur: shit just got serious! pic.twitter.com/3LlB5CQaAf— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Í gegnum herlegheitin var Andrés með puttann á púlsinum hvað veitingarnar varðar. Sörur, snittur og brauð með áleggi var á boðstólnum fyrir þingmenn þegar 146. þing var sett í dag.#matartwitter gæti þótt áhugavert hvað #þingsetning kallar á hófstillt úrval í hádeginu. pic.twitter.com/wipMLvPNQW— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Hlaðborðið fyrir #þingsetning er alveg skítsæmó! En ekki mikið fyrir grænkerana. Cc: @Ragnheidur_Axel pic.twitter.com/SE2kwe6taM— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Snittur og sörur í hálfleik. #þingsetnin pic.twitter.com/xDxGCGb8sZ— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Alþingi Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Fleiri fréttir Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson er einn þeirra 32 nýju þingmanna sem tóku sæti á þingi í dag. Andrés tekur sæti fyrir Vinstri græna. Hann tók upp á því að leyfa fylgjendum sínum á Twitter að fylgja sér í gegnum viðburðarríkan þingsetningardag líkt og hann gerði í veislu á Bessastöðum 1. desember síðastliðinn.Sjá einnig: Ferðasaga nýs þingmanns á Bessastaði: Forsetinn „góður gestgjafi og eðalnörd“Við þingsetningu er þingmönnum úthlutað sæti til bráðabirgða á meðan athöfnin stendur yfir. Síðar er svo dregið í sæti. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins var sessunautur Andrésar og hinum megin við Ásmund sat Ásta Guðrún Helgadóttir pírati. Andrés segir þau hafa stillt glensinu í hóf í þetta skiptið, en grín þeirra með forseta Íslands olli töluverðum usla í síðustu viku.Búið að kaupa blóm og merkja sæti til bráðabirgða. #þingsetning nálgast! pic.twitter.com/7myoqGlvIT— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 #þingsetning er bara með tímabundna sætaskipan, en það er passað upp á að láta okkur @asta_fish ramma inn kall. Höldum samt sprelli í hófi pic.twitter.com/HeT3j2P6io— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Þá var kominn tími á að skella sér í myndatöku fyrir vef Alþingis. Myndin er raunar ekki enn komin í birtingu þar en útkoman er eflaust hin glæsilegastaÞað er ekki eintómur glamúr þegar er #þingsetning. Maður þarf líka að setja upp sparisvipinn og fara í myndatöku fyrir vef @Althingi pic.twitter.com/TEjkvQFkZT— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Andrés var meðal þeirra þingmanna sem kusu að sitja ekki hina hefðbundnu guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Hann fylgdist þó grannt með þegar þingmenn bjuggu sig undir að ganga frá þinghúsinu yfir í kirkjuna og eins þegar þeir gengu aftur til þinghússins.Hersingin að verða tilbúin að rölta yfir í dómkirkjuna. #þingsetning er eins og skólinn með það að við sem förum ekki dundum okkur á meðan. pic.twitter.com/3NPBjwgJIu— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Svona lítur #þingsetning út úr þingflokksherbergi @Vinstrigraen pic.twitter.com/SGBZjMJSq2— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Þá var komið að ávarpi forseta Íslands og ljóst er að Andrés hefur lagt vel við hlustir.Þingið þarf að endurheimta traustið sem það tapaði við hrunið, segir Guðni forseti. Með málefnalegri umræðu. Sammála. #þingsetning— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Aldrei fleiri nýliðar. Aldrei yngra þing. Aldrei fleiri konur. Nú er lag að bæta vinnubrögð, segir Guðni forseti. #þingsetning— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 En að hátíðarhöldum loknum hóst þingfundur, nýir þingmenn undirrituðu drengskaparheit og frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2017 var kynnt. Alvara farin að færast í leikinn.#þingsetning, seinni hálfleikur: shit just got serious! pic.twitter.com/3LlB5CQaAf— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Í gegnum herlegheitin var Andrés með puttann á púlsinum hvað veitingarnar varðar. Sörur, snittur og brauð með áleggi var á boðstólnum fyrir þingmenn þegar 146. þing var sett í dag.#matartwitter gæti þótt áhugavert hvað #þingsetning kallar á hófstillt úrval í hádeginu. pic.twitter.com/wipMLvPNQW— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Hlaðborðið fyrir #þingsetning er alveg skítsæmó! En ekki mikið fyrir grænkerana. Cc: @Ragnheidur_Axel pic.twitter.com/SE2kwe6taM— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016 Snittur og sörur í hálfleik. #þingsetnin pic.twitter.com/xDxGCGb8sZ— Andrés Ingi (@andresingi) December 6, 2016
Alþingi Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Fleiri fréttir Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Sjá meira