Guðni með í gríninu sem allir eru að hneykslast á Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 2. desember 2016 14:34 Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, telur að fólk sé að gera veður úr engu enda hafi forsetinn verið með í ráðum. Ljósmynd sem Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, deildi á Twitter aðgangi sínum í gærkvöldi gengur nú eins og eldur í sinu um Internetið. Á myndinni má sjá Andrés Inga ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands í veislu á Bessastöðum. Fyrir aftan þá félaga má sjá Ástu Guðrúnu Helgadóttur, þingmann Pírata, bregða á leik og gera svokölluð kanínueyru á forsetann. Sitt sýnist hverjum og hafa ýmsir verið iðnir við að gagnrýna prakkaraskap Ástu Guðrúnar á samfélagsmiðlum í dag. Grínið var þó gert með fullri vitneskju forsetans og tók Guðni virkan þátt til að gera myndina sem skemmtilegasta. „Þessi mynd er náttúrulega gott sem sviðsett. Guðni beygði sig niður svo ég myndi alveg örugglega ná þessu almennilega,“ segir Ásta Guðrún í samtali við Vísi. Þannig að Guðni var með í brandaranum?„Já sem gerir þetta svona fyndið.“Vísir/SkjáskotÁhugavert að vera ekki manneskja lengur Ásta segist þó hin rólegasta yfir öllum æsingnum. „Það er svolítið áhugavert að sumir líta ekki á mig sem manneskju lengur, en þess fyrir utan er þetta bara fyndið,“ segir Ásta Guðrún og vísar þar í færslu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. „Þessi einkennilega vera, sem er fyrir aftan þingmanninn og forsetann, er væntanlega frá Geimvísindastofnun Evrópu?“ skrifaði Hannes. Það eru fleiri en Hannes sem hafa furðað sig á glensi þríeykisins í dag. Meðal þeirra er Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsókanr og Flugvallarvina. „Ef þetta er virðingin fyrir forsetanum , forsetaembættinu og þingmanninum þá þarf ekki bara Guð að blessa Ísland, heldur þjóðin öll að vakna af meðvirknisdraumnum,“ skrifar Sveinbjörg. Þá er ekki farið fögrum orðum um Ástu Guðrúnu á Facebook hópnum Pírataspjallið. Þar er hún meðal annars kölluð “Mesti fáviti Íslandssögunnar”Missir ekki svefnAðspurð hvort hún hafi orðið fyrir miklu áreiti vegna uppátækisins í dag segir Ásta svo ekki vera. „Bara það sem fólk er að setja á Facebook. En ég missi nú ekki svefn yfir því. Ég held að fólk sé að gera aðeins of mikið mál úr þessu,“ segir Ásta. „Þetta var allt í góðu gert. Ég var bara í samsæri með forsetanum og Andrési í þessu.“ Tengdar fréttir Forsetinn föndraði mynd handa Steingrími og sendi í pósti Steingrímur bað um mynd af sér með forsetanum og forsetinn varð við þeirri ósk. 30. nóvember 2016 14:58 Ferðasaga nýs þingmanns á Bessastaði: Forsetinn „góður gestgjafi og eðalnörd“ Andrés Ingi Jónsson, nýr þingmaður Vinstri grænna, birti myndir úr veislunni á Bessastöðum á Twitter-síðu sinni í kvöld. 1. desember 2016 23:06 Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
Ljósmynd sem Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, deildi á Twitter aðgangi sínum í gærkvöldi gengur nú eins og eldur í sinu um Internetið. Á myndinni má sjá Andrés Inga ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands í veislu á Bessastöðum. Fyrir aftan þá félaga má sjá Ástu Guðrúnu Helgadóttur, þingmann Pírata, bregða á leik og gera svokölluð kanínueyru á forsetann. Sitt sýnist hverjum og hafa ýmsir verið iðnir við að gagnrýna prakkaraskap Ástu Guðrúnar á samfélagsmiðlum í dag. Grínið var þó gert með fullri vitneskju forsetans og tók Guðni virkan þátt til að gera myndina sem skemmtilegasta. „Þessi mynd er náttúrulega gott sem sviðsett. Guðni beygði sig niður svo ég myndi alveg örugglega ná þessu almennilega,“ segir Ásta Guðrún í samtali við Vísi. Þannig að Guðni var með í brandaranum?„Já sem gerir þetta svona fyndið.“Vísir/SkjáskotÁhugavert að vera ekki manneskja lengur Ásta segist þó hin rólegasta yfir öllum æsingnum. „Það er svolítið áhugavert að sumir líta ekki á mig sem manneskju lengur, en þess fyrir utan er þetta bara fyndið,“ segir Ásta Guðrún og vísar þar í færslu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. „Þessi einkennilega vera, sem er fyrir aftan þingmanninn og forsetann, er væntanlega frá Geimvísindastofnun Evrópu?“ skrifaði Hannes. Það eru fleiri en Hannes sem hafa furðað sig á glensi þríeykisins í dag. Meðal þeirra er Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsókanr og Flugvallarvina. „Ef þetta er virðingin fyrir forsetanum , forsetaembættinu og þingmanninum þá þarf ekki bara Guð að blessa Ísland, heldur þjóðin öll að vakna af meðvirknisdraumnum,“ skrifar Sveinbjörg. Þá er ekki farið fögrum orðum um Ástu Guðrúnu á Facebook hópnum Pírataspjallið. Þar er hún meðal annars kölluð “Mesti fáviti Íslandssögunnar”Missir ekki svefnAðspurð hvort hún hafi orðið fyrir miklu áreiti vegna uppátækisins í dag segir Ásta svo ekki vera. „Bara það sem fólk er að setja á Facebook. En ég missi nú ekki svefn yfir því. Ég held að fólk sé að gera aðeins of mikið mál úr þessu,“ segir Ásta. „Þetta var allt í góðu gert. Ég var bara í samsæri með forsetanum og Andrési í þessu.“
Tengdar fréttir Forsetinn föndraði mynd handa Steingrími og sendi í pósti Steingrímur bað um mynd af sér með forsetanum og forsetinn varð við þeirri ósk. 30. nóvember 2016 14:58 Ferðasaga nýs þingmanns á Bessastaði: Forsetinn „góður gestgjafi og eðalnörd“ Andrés Ingi Jónsson, nýr þingmaður Vinstri grænna, birti myndir úr veislunni á Bessastöðum á Twitter-síðu sinni í kvöld. 1. desember 2016 23:06 Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
Forsetinn föndraði mynd handa Steingrími og sendi í pósti Steingrímur bað um mynd af sér með forsetanum og forsetinn varð við þeirri ósk. 30. nóvember 2016 14:58
Ferðasaga nýs þingmanns á Bessastaði: Forsetinn „góður gestgjafi og eðalnörd“ Andrés Ingi Jónsson, nýr þingmaður Vinstri grænna, birti myndir úr veislunni á Bessastöðum á Twitter-síðu sinni í kvöld. 1. desember 2016 23:06
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið