Eiður Smári Guðjohnsen var aðalgesturinn í Fantasy Football show fyrir Meistaradeild Evrópu í þessari viku en þar var tekin fyrir lokaumferð riðlakeppninnar sem fer fram í kvöld og annað kvöld.
Eiður Smári tók Víkingaklappið í auglýsingunni fyrir þáttinn og þátturinn byrjaði líka á skemmtilegri blöndu af Víkingaklappinu og Meistaradeildarlaginu.
Eiður Smári spilaði með bæði Chelsea og Barcelona í Meistaradeildinni og náði bæði að skora fyrir Chelsea á móti Barcelona og fyrir Barcelona á móti Chelsea í Meistaradeildinni.
Það var mjög stuttu í grínið hjá umsjónarmönnum þáttarins og þurfti Eiður Smári oft að hafa sig við að halda andlitinu.
Eiður Smári var meðal annars tekinn í hraðaspurningar í þættinum þar sem hann var spurður út í allskyns hluti tengdum fótboltanum. Það þarf ekki að koma á óvart að Lionel Messi var svarið við einni spurningunni.
Eiður Smári valdi síðan ellefu manna Fantasy liði sínu fyrir leiki vikunnar. Umræddur Lionel Messi var að sjálfsögðu á sínum stað. Það er hægt að horfa á allan þáttinn með því að smella hér.
Eiður Smári hefur bæði spilað flesta leiki í Meistaradeildinni (45) og skorað flest mörk í Meistaradeildinni (7) af íslenskum fótboltamönnum. Hann vann Meistaradeildina með Barcelona 2009 en það tímabil spilaði hann einmitt sína síðustu leiki í Meistaradeildinni.
Lokaleikur Eiðs Smára í Meistaradeildinni var 6. Maí 2009 þegar hann kom inn á sem varamaður í liði Barcelona á móti hans gömlu félögum í Chelsea og á hans gamla heimavelli Stamford Bridge.
Eiður Smári var í hópnum í úrslitaleiknum á móti Manchester United 27. maí 2009 en kom ekki við sögu 2-0 sigri Barca á Ólympíuleikvanginum í Róm.
Eiður Smári reynir að halda andlitinu í fíflalátunum í Fantasy Football show | Sjáðu þáttinn
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Kári reynir að hjálpa HK upp um deild
Íslenski boltinn

Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield
Enski boltinn

„Þeir standa fyrir eitthvað annað“
Fótbolti

Áhorfendum vísað út af Anfield
Enski boltinn

„Báðir endar vallarins mættu vera betri“
Íslenski boltinn

„Skemmtilegra þegar vel gengur“
Íslenski boltinn


Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana
Íslenski boltinn

