Erlent

Brexit-dómur til kasta Hæstaréttar Bretlands

Atli Ísleifsson skrifar
Dómur High Court var talinn mikið áfall fyrir ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra
Dómur High Court var talinn mikið áfall fyrir ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra Vísir/AFP
Hæstiréttur Bretlands mun á næstu fjórum dögum vera með Brexit-dóminn svokallaða til meðferðar.

Dómstóll í Bretlandi (High Court) dæmdi í byrjun nóvember að breska þingið verði að greiða atkvæði um hvort ríkisstjórnin virki 50. grein Lissabon-sáttmála ESB og hefji þannig útgönguferli Bretlands úr ESB með formlegum hætti.

Dómur High Court var talinn mikið áfall fyrir ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra og var dómnum áfrýjað til Hæstaréttar.

May vill gjarnan forðast það að blanda breska þinginu í málið, en í frétt SVT segir að slíkt kunni meðal annars að neyða hana til að gefa upp samningsafstöðu ríkisstjórnar sinnar gagnvart ESB og seina útgönguferlinu öllu.

May hefur áður heitið því að virkja 50. greinina fyrir marslok á næsta ári.

Búist er við að dómur Hæstaréttar Bretlands verði kveðinn upp í janúar.


Tengdar fréttir

Blair telur að Bretar geti stoppað Brexit

Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, sagði í viðtali við New Statesman sem birtist í gær að Bretar gætu komið í veg fyrir útgöngu ríkis síns úr Evrópusambandinu. Hinn 23. júní síðastliðinn samþykktu Bretar svo kallað „Brexit“ í þjóðar­atkvæðagreiðslu, það er að ganga úr Evrópusambandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×