Bjartsýnn á að það takist að mynda fimm flokka stjórn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2016 21:35 Smári McCarthy, þingmaður Pírata, kveðst bjartsýnn á að það takist að mynda fimm flokka ríkisstjórn Pírata, Vinstri grænna, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 en þingflokkur Pírata fundaði í dag um hvernig nálgast skuli komandi stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fimm en stefnt er á að fyrsti formlegi fundurinn verði á mánudag. „Í dag höfum við aðallega bara verið að fara yfir verkferla og reyna að finna út hvernig væri best og ákjósanlegt að vinna áfram þá vinnu sem var komin af stað og komin langt á veg með,“ sagði Smári í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir að málefnalega sé ekki langt á milli flokkanna þó þeir séu vissulega ólíkir og með ólíkar áherslur. „En það er mikill vilji til þess að ná saman og ég vona að allir flokkarnir leggi sitt af mörkum við að miðla málum og komast að góðri niðurstöðu.“Ekki fullreynt að mynda fimm flokka stjórn Varðandi það hvað sé öðruvísi nú en fyrir tæpum tveimur vikum þegar upp úr slitnaði í viðræðum flokkanna fimm segir Smári að margir hafi viljað meina að þá hafi ekki verið fullreynt á mögulegt samstarf. „Nú ætlum við að láta þetta verða fullreynt áður en við gefumst upp og ég sé enga ástæðu til þess að við gefumst upp vegna þess að þetta var komið það langt. Flokkarnir ættu alveg að geta náð sameiginlegri lendingu og við ættum að geta myndað ríkisstjórn,“ sagði Smári.Sitt sýnist hverjum um ákvörðun forsetans Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, fékk stjórnarmyndunarumboðið í gær frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Enginn hafði verið með umboðið síðan Katrín Jakobsdóttir skilaði því á miðvikudaginn í seinustu viku en ekki virðast allir á eitt sáttir með að Birgitta hafi fengið umboðið frá forseta. Þannig hefur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagt að það hafi verið óþarfi hjá Guðna að láta umboðið í hendurnar á Birgittu og samflokksmaður hennar, Þorsteinn Víglundsson, sagði í dag að það hafi verið mistök hjá forsetanum að fela einhverjum umboðið á þessum tímapunkti. Í þættinum Víglínan á Stöð 2 í dag sagði Birgitta að það hefði komið henni nokkuð á óvart að fá umboðið í gær þar sem hún taldi að forsetinn myndi láta helgina líða áður en hann tæki ákvörðun um hver myndi fá umboðið. Þá kvaðst hún vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skiptið, það er að fyrirkomulag þeirra verði flatara og að enginn einn sitji við „endann á borðinu.“ Víglínan Tengdar fréttir Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Katrín Jakobsdóttir telur tímabært að myndun þjóðstjórnar sé rædd. Benedikt Jóhannesson segist virða ákvörðun forsetans um að láta Birgittu Jónsdóttur fá umboðið en hann hafi lagt til við forsetann að menn slöppuðu af um helgi 3. desember 2016 07:00 Segja ákvörðun forsetans óþarfa og mistök Þingmenn Viðreisnar telja að ekki hafi verið nauðsynlegt að veita stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2016 12:00 Vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skipti Birgitta Jónsdóttir gerir ráð fyrir að verða í sambandi við forseta Íslands á morgun. 3. desember 2016 12:54 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Smári McCarthy, þingmaður Pírata, kveðst bjartsýnn á að það takist að mynda fimm flokka ríkisstjórn Pírata, Vinstri grænna, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 en þingflokkur Pírata fundaði í dag um hvernig nálgast skuli komandi stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fimm en stefnt er á að fyrsti formlegi fundurinn verði á mánudag. „Í dag höfum við aðallega bara verið að fara yfir verkferla og reyna að finna út hvernig væri best og ákjósanlegt að vinna áfram þá vinnu sem var komin af stað og komin langt á veg með,“ sagði Smári í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir að málefnalega sé ekki langt á milli flokkanna þó þeir séu vissulega ólíkir og með ólíkar áherslur. „En það er mikill vilji til þess að ná saman og ég vona að allir flokkarnir leggi sitt af mörkum við að miðla málum og komast að góðri niðurstöðu.“Ekki fullreynt að mynda fimm flokka stjórn Varðandi það hvað sé öðruvísi nú en fyrir tæpum tveimur vikum þegar upp úr slitnaði í viðræðum flokkanna fimm segir Smári að margir hafi viljað meina að þá hafi ekki verið fullreynt á mögulegt samstarf. „Nú ætlum við að láta þetta verða fullreynt áður en við gefumst upp og ég sé enga ástæðu til þess að við gefumst upp vegna þess að þetta var komið það langt. Flokkarnir ættu alveg að geta náð sameiginlegri lendingu og við ættum að geta myndað ríkisstjórn,“ sagði Smári.Sitt sýnist hverjum um ákvörðun forsetans Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, fékk stjórnarmyndunarumboðið í gær frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Enginn hafði verið með umboðið síðan Katrín Jakobsdóttir skilaði því á miðvikudaginn í seinustu viku en ekki virðast allir á eitt sáttir með að Birgitta hafi fengið umboðið frá forseta. Þannig hefur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagt að það hafi verið óþarfi hjá Guðna að láta umboðið í hendurnar á Birgittu og samflokksmaður hennar, Þorsteinn Víglundsson, sagði í dag að það hafi verið mistök hjá forsetanum að fela einhverjum umboðið á þessum tímapunkti. Í þættinum Víglínan á Stöð 2 í dag sagði Birgitta að það hefði komið henni nokkuð á óvart að fá umboðið í gær þar sem hún taldi að forsetinn myndi láta helgina líða áður en hann tæki ákvörðun um hver myndi fá umboðið. Þá kvaðst hún vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skiptið, það er að fyrirkomulag þeirra verði flatara og að enginn einn sitji við „endann á borðinu.“
Víglínan Tengdar fréttir Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Katrín Jakobsdóttir telur tímabært að myndun þjóðstjórnar sé rædd. Benedikt Jóhannesson segist virða ákvörðun forsetans um að láta Birgittu Jónsdóttur fá umboðið en hann hafi lagt til við forsetann að menn slöppuðu af um helgi 3. desember 2016 07:00 Segja ákvörðun forsetans óþarfa og mistök Þingmenn Viðreisnar telja að ekki hafi verið nauðsynlegt að veita stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2016 12:00 Vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skipti Birgitta Jónsdóttir gerir ráð fyrir að verða í sambandi við forseta Íslands á morgun. 3. desember 2016 12:54 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Katrín Jakobsdóttir telur tímabært að myndun þjóðstjórnar sé rædd. Benedikt Jóhannesson segist virða ákvörðun forsetans um að láta Birgittu Jónsdóttur fá umboðið en hann hafi lagt til við forsetann að menn slöppuðu af um helgi 3. desember 2016 07:00
Segja ákvörðun forsetans óþarfa og mistök Þingmenn Viðreisnar telja að ekki hafi verið nauðsynlegt að veita stjórnarmyndunarumboðið. 3. desember 2016 12:00
Vonast til að viðræðurnar verði „Píratalegri“ í þetta skipti Birgitta Jónsdóttir gerir ráð fyrir að verða í sambandi við forseta Íslands á morgun. 3. desember 2016 12:54