Gæti haft garðpartí og grill Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. desember 2016 08:15 “Í öllum skólafríum gat ég farið á sjó og náð mér í pening, jafnvel eftir að ég byrjaði í háskóla,” segir Hálfdán sem vinnur á efstu hæð við Austurstræti. Vísir/GVA Þetta var planað. Það var fyrir löngu búið að stilla himintunglin þannig að 3. desember 2016 dytti á laugardag. Ótrúlega þægilegt, líka þegar veðráttan er eins og hún er, ég gæti verið með garðpartí og grill. Kannski endar það þannig,“ segir Hálfdán Steinþórsson, framkvæmdastjóri í GoMobil, þegar haft er á orði að hann sé heppinn að fertugsafmælið hans hitti á helgi. Hann kveðst ætla að vera með þægilegan hitting heima fyrir og bjóða sínu uppáhaldsfólki í mat og drykk, og uppáhaldsfólkið hans Hálfdáns er um 60 til 70 manns. Hálfdán stofnaði fyrirtækið GoMobile árið 2012, það er rafrænt inneignarkerfi fyrir íslensk greiðslukort og snýst um tryggðarkerfi Símans. „Áður stofnuðum við Hringtorg og Bláa kortið með Arion banka,“ upplýsir hann. „Erum fimm saman að vinna hér á efstu hæð í Austurstrætinu og horfum niður á Alþingishúsið.“ Blaðamaður er illa að sér í svona tryggðarlausnum og leiðir talið að uppruna afmælisbarnsins. „Ég er fæddur austur í Neskaupstað og átti heima þar fyrstu 18 árin,“ segir Hálfdán og bætir við stoltur: „Það er eins og að eiga 1.500 manna fjölskyldu að hafa alist upp þar. Ég var með sama hópnum í skóla frá leikskóla og upp úr og er næstsíðastur til að halda upp á fertugsafmælið. Finnst frábært núna að hafa fæðst svona seint á árinu!“ Líkt og margir ungir menn í sjávarplássum byrjaði Hálfdán á sjó 15 ára. Fór á togara og fannst það merkileg lífsreynsla. „Í öllum skólafríum gat ég farið á sjó og náð mér í pening, jafnvel eftir að ég byrjaði í háskóla,“ segir hann. „Svo var þetta eins og víða á litlum stöðum, hljómsveitarstúss og stuð. Neskaupstaður hafði upp á ótrúlega gott menningar-og mannlíf að bjóða. Plötubúðin Tónspil var hjartað í bænum, með gríðarlegt úrval af tónlist.“ Hálfdán var sjónvarpsstjarna í nokkur ár eftir að Skjár einn fór í loftið. „Það var ævintýri að fylgjast með því apparati frá fyrstu dögum,“ rifjar hann upp. „Ég var bæði í þáttagerð og auglýsingum, það fengu allir að gera allt. Þetta var stórkostlegt tímabil. Svo tók ég nokkra vetur með Völu Matt í sjónvarpinu. Mér er minnisstætt þegar ég hafði nýlokið einum slíkum vetri og réð mig á skipið Örfirisey um sumarið. Þegar ég stíg um borð með stígvélin og gallann stendur þar fullorðinn maður og segir þessa gullfallegu setningu: „Hver andskotinn, Vala Matt?“ Lífsstílsþáttur og sjómennska blandaðist ekki sérlega vel saman!“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. desember 2016. Lífið Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Þetta var planað. Það var fyrir löngu búið að stilla himintunglin þannig að 3. desember 2016 dytti á laugardag. Ótrúlega þægilegt, líka þegar veðráttan er eins og hún er, ég gæti verið með garðpartí og grill. Kannski endar það þannig,“ segir Hálfdán Steinþórsson, framkvæmdastjóri í GoMobil, þegar haft er á orði að hann sé heppinn að fertugsafmælið hans hitti á helgi. Hann kveðst ætla að vera með þægilegan hitting heima fyrir og bjóða sínu uppáhaldsfólki í mat og drykk, og uppáhaldsfólkið hans Hálfdáns er um 60 til 70 manns. Hálfdán stofnaði fyrirtækið GoMobile árið 2012, það er rafrænt inneignarkerfi fyrir íslensk greiðslukort og snýst um tryggðarkerfi Símans. „Áður stofnuðum við Hringtorg og Bláa kortið með Arion banka,“ upplýsir hann. „Erum fimm saman að vinna hér á efstu hæð í Austurstrætinu og horfum niður á Alþingishúsið.“ Blaðamaður er illa að sér í svona tryggðarlausnum og leiðir talið að uppruna afmælisbarnsins. „Ég er fæddur austur í Neskaupstað og átti heima þar fyrstu 18 árin,“ segir Hálfdán og bætir við stoltur: „Það er eins og að eiga 1.500 manna fjölskyldu að hafa alist upp þar. Ég var með sama hópnum í skóla frá leikskóla og upp úr og er næstsíðastur til að halda upp á fertugsafmælið. Finnst frábært núna að hafa fæðst svona seint á árinu!“ Líkt og margir ungir menn í sjávarplássum byrjaði Hálfdán á sjó 15 ára. Fór á togara og fannst það merkileg lífsreynsla. „Í öllum skólafríum gat ég farið á sjó og náð mér í pening, jafnvel eftir að ég byrjaði í háskóla,“ segir hann. „Svo var þetta eins og víða á litlum stöðum, hljómsveitarstúss og stuð. Neskaupstaður hafði upp á ótrúlega gott menningar-og mannlíf að bjóða. Plötubúðin Tónspil var hjartað í bænum, með gríðarlegt úrval af tónlist.“ Hálfdán var sjónvarpsstjarna í nokkur ár eftir að Skjár einn fór í loftið. „Það var ævintýri að fylgjast með því apparati frá fyrstu dögum,“ rifjar hann upp. „Ég var bæði í þáttagerð og auglýsingum, það fengu allir að gera allt. Þetta var stórkostlegt tímabil. Svo tók ég nokkra vetur með Völu Matt í sjónvarpinu. Mér er minnisstætt þegar ég hafði nýlokið einum slíkum vetri og réð mig á skipið Örfirisey um sumarið. Þegar ég stíg um borð með stígvélin og gallann stendur þar fullorðinn maður og segir þessa gullfallegu setningu: „Hver andskotinn, Vala Matt?“ Lífsstílsþáttur og sjómennska blandaðist ekki sérlega vel saman!“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. desember 2016.
Lífið Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira