Það sem vakti þó meiri athygli var ferskur blær sem sveif yfir Jennifer, eins og hún væri nýkomin úr fríi á sólarströnd. Hægt er að þakka góðum brúnkukremum fyrir slíkan ljóma en það er hentugt að eiga eitt slíkt um hávetur, þegar maður er fölur og þreytulegur.
Það þarf ekki að fara í viku frí til Tenefire eða kaupa sér kort á ljósabekkjastofu til þess að verða brúnn heldur er nóg að smyrja sig frá toppi til táar heima hjá sér án þess að skaða húðina á nokkurn hátt.

