Gjaldeyristekjur af þjónustu verði meiri en af vöruútflutningi Sæunn Gísladóttir skrifar 1. desember 2016 14:06 Ferðaþjónusta dregur vagninn í vexti á gjaldeyristekjum vegna þjónustu. vísir/pjetur Það stefnir í að gjaldeyristekjur í ár, af þjónustu (600 til 610 milljarðar króna), verði í fyrsta sinn meiri en tekjur af vöruútflutningi (520 til 530 milljarðar króna). Þar dregur ferðaþjónusta vagninn. Þetta kemur fram í nýjum Hitamæli Samtaka ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónusta er sannanlega að festa sig í sessi í íslensku hagkerfi og nú stefnir í að árið 2016 verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu landsins. Miðað við tiltækar upplýsingar má gera ráð fyrir að um 1.8 milljón erlendir ferðamenn komi til landsins í ár eða rösklega 40 prósent fleiri en í fyrra. Þar eru ekki taldir með um 99 þúsund erlendir ferðamenn sem komu til landsins með skemmtiferðaskipum en þeim fækkar (1,5 prósent) lítillega milli ára, annað árið í röð. Þessu til viðbótar má gera ráð fyrir að um 1 milljón erlendra ferðamanna (2 milljónir skiptifarþega) eða um 47% fleiri en í fyrra, fari um Ísland á leið sinni til annarra landa. Þá má líka benda á að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki eru jafnframt starfandi utan Íslands á erlendum mörkum (Atlanta ehf. og Primera Air ehf.). Á árinu 2010 urðu ákveðin þáttaskil í komum erlendra ferðamanna til landsins með tilheyrandi áhrifum á gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Þannig hafa þjónustutekjur vaxið hraðar en flestir hagvísar eða um rösklega 60 prósent frá árinu 2010. Í því ljósi á ekki að koma á óvart að nú stefnir í að gjaldeyristekjur í ár, af þjónustu, verði í fyrsta sinn meiri en tekjur af vöruútflutningi. Á árinu 2009 var vægi ferðaþjónustu í þjónustuútflutningi um 47 prósent en gera má ráð fyrir að hlutfallið verði 76 prósent í ár. Þá er það líka tákn um nýja tíma í hagsögunni að það sé afgangur á viðskiptajöfnuði, 8 ár í röð – þrátt fyrir halla á vöruskiptajöfnuði.Allt að 460 milljarða tekjur af ferðaþjónustu Í ár má gera ráð fyrir að gjaldeyristekjur íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu stefna í að verða um 450 til 460 milljarðar króna. Um 300 milljarðar króna vegna neyslu erlendra ferðamanna innanlands og um 150 til 160 milljarðar kr. vegna sölu á fargjöldum til erlendra ferðamanna til, um og utan Íslands. Það er vissulega góð ástæða að fagna þessari þróun en á Íslandi hefur lengi verið stefnt að því, leynt og ljóst, að afla gjaldeyris til að standa undir þeim innflutningi sem bætt lífskjör kalla óumflýjanlega á. Í skýrslu McKinsey sem kom út eftir hrun var tekið undir þessa stefnu, þ.e. að „leið landsins til aukinna lífskjara“ væri undir vaxandi útflutningi komin en vegna vaxtarskorts í hefðbundnum auðlindagreinum þyrfti að breikka samsetningu útflutnings og auka vægi fyrirtækja í alþjóðageiranum í útflutningsframleiðslunni. Í skýrslu McKinsey sem gefin var út 2012 var settur fram mælikvarði sem sýndi hlutfall inn- og útflutnings sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Þessum mælikvarða er ætlað að sýna hversu opin hagkerfi landa eru. Á árinu 2010 var þetta hlutfall fyrir Íslands um 97 prósent af VLF. Á þennan mælikvarða hefur þróunin verið í rétta átt. Hlutfallið hefur vaxið og var að meðaltali um 103 prósent af VLF á tímabilinu 2011 til 2015 hér á landi, hærra en í Svíþjóð (86 prósent), í Finnlandi (78 prósent), í Noregi (69 prósent) og viðlíka og í Danmörku (103 prósent). Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Sjá meira
Það stefnir í að gjaldeyristekjur í ár, af þjónustu (600 til 610 milljarðar króna), verði í fyrsta sinn meiri en tekjur af vöruútflutningi (520 til 530 milljarðar króna). Þar dregur ferðaþjónusta vagninn. Þetta kemur fram í nýjum Hitamæli Samtaka ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónusta er sannanlega að festa sig í sessi í íslensku hagkerfi og nú stefnir í að árið 2016 verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu landsins. Miðað við tiltækar upplýsingar má gera ráð fyrir að um 1.8 milljón erlendir ferðamenn komi til landsins í ár eða rösklega 40 prósent fleiri en í fyrra. Þar eru ekki taldir með um 99 þúsund erlendir ferðamenn sem komu til landsins með skemmtiferðaskipum en þeim fækkar (1,5 prósent) lítillega milli ára, annað árið í röð. Þessu til viðbótar má gera ráð fyrir að um 1 milljón erlendra ferðamanna (2 milljónir skiptifarþega) eða um 47% fleiri en í fyrra, fari um Ísland á leið sinni til annarra landa. Þá má líka benda á að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki eru jafnframt starfandi utan Íslands á erlendum mörkum (Atlanta ehf. og Primera Air ehf.). Á árinu 2010 urðu ákveðin þáttaskil í komum erlendra ferðamanna til landsins með tilheyrandi áhrifum á gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Þannig hafa þjónustutekjur vaxið hraðar en flestir hagvísar eða um rösklega 60 prósent frá árinu 2010. Í því ljósi á ekki að koma á óvart að nú stefnir í að gjaldeyristekjur í ár, af þjónustu, verði í fyrsta sinn meiri en tekjur af vöruútflutningi. Á árinu 2009 var vægi ferðaþjónustu í þjónustuútflutningi um 47 prósent en gera má ráð fyrir að hlutfallið verði 76 prósent í ár. Þá er það líka tákn um nýja tíma í hagsögunni að það sé afgangur á viðskiptajöfnuði, 8 ár í röð – þrátt fyrir halla á vöruskiptajöfnuði.Allt að 460 milljarða tekjur af ferðaþjónustu Í ár má gera ráð fyrir að gjaldeyristekjur íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu stefna í að verða um 450 til 460 milljarðar króna. Um 300 milljarðar króna vegna neyslu erlendra ferðamanna innanlands og um 150 til 160 milljarðar kr. vegna sölu á fargjöldum til erlendra ferðamanna til, um og utan Íslands. Það er vissulega góð ástæða að fagna þessari þróun en á Íslandi hefur lengi verið stefnt að því, leynt og ljóst, að afla gjaldeyris til að standa undir þeim innflutningi sem bætt lífskjör kalla óumflýjanlega á. Í skýrslu McKinsey sem kom út eftir hrun var tekið undir þessa stefnu, þ.e. að „leið landsins til aukinna lífskjara“ væri undir vaxandi útflutningi komin en vegna vaxtarskorts í hefðbundnum auðlindagreinum þyrfti að breikka samsetningu útflutnings og auka vægi fyrirtækja í alþjóðageiranum í útflutningsframleiðslunni. Í skýrslu McKinsey sem gefin var út 2012 var settur fram mælikvarði sem sýndi hlutfall inn- og útflutnings sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Þessum mælikvarða er ætlað að sýna hversu opin hagkerfi landa eru. Á árinu 2010 var þetta hlutfall fyrir Íslands um 97 prósent af VLF. Á þennan mælikvarða hefur þróunin verið í rétta átt. Hlutfallið hefur vaxið og var að meðaltali um 103 prósent af VLF á tímabilinu 2011 til 2015 hér á landi, hærra en í Svíþjóð (86 prósent), í Finnlandi (78 prósent), í Noregi (69 prósent) og viðlíka og í Danmörku (103 prósent).
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Sjá meira