Hann er því enn með rúmlega þrefalda tvennu að meðaltali í leik hjá sér í vetur. Það er nákvæmlega ekkert eðlilegt við það.
Að þessu sinni skoraði hann 35 stig, tók 14 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í sigri Oklahoma City Thunder á Washington. Sjá má tilþrif hans úr leiknum hér að ofan.
Risaleikur Karl Anthony Towns dugði ekki til fyrir Minnesota gegn New York. Towns skoraði 47 stig, tók 18 fráköst og varði þrjú skot í leiknum.
LA Lakers vann síðan uppgjör gömlu stórveldanna er það sótti Chicago heim. Lakers er 10-10 en Bulls er 10-7.
Úrslit:
Boston-Detroit 114-121
Toronto-Memphis 120-105
Chicago-LA Lakers 90-96
Oklahoma-Washington 126-115
Minnesota-NY Knicks 104-106
Dallas-San Antonio 87-94
Denver-Miami 98-106
Phoenix-Atlanta 109-107
Portland-Indiana 131-109
Staðan í NBA-deildinni.