Utanríkisráðuneytið hvetur Íslendinga í Berlín til að láta vita af sér nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 19. desember 2016 22:16 Frá vettvangi. mynd/epa Utanríkisráðuneytið hefur biðlað til Íslendinga að láta aðstandendur vita af sér. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Íslendingar í Berlín séu hvattir til þess að nýta sér samfélagsmiðla til að láta vini og ættingja vita að þeir séu óhultir. Borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hafa ekki borist neinar upplýsingar um að Íslendingar hafi slasast í árásinni í kvöld en hún er í beinu sambandi við neyðarteymi þýsku stjórnsýslunnar sem tekur saman upplýsingar um fórnarlömb. „Utanríkisráðuneytið hvetur alla Íslendinga sem eru á svæðinu að fylgjast vel með tilmælum yfirvalda á staðnum. Sem stendur er fólk beðið um að vera ekki að vera á ferli að óþörfu og halda sig á öruggum stöðum. Ef aðstandendur á Íslandi hafa áhyggjur af fólki sem vitað er að er á svæðinu og ná ekki sambandi við það, eru þeir hvattir til að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í síma 5459900” segir í tilkynningunni.„Menn eru í sjokki“Martin Eyjólfsson, sendiherra Íslands í Þýskalandi, sagði í samtali við fréttastofu Vísis að honum hefðu ekki borist fregnir af því að Íslendingar hefðu verið á meðal særðra. „Við höfum verið í sambandi við lögregluyfirvöld hér og okkur er ekki kunnugt um að neinir Íslendingar hafi verið meðal særðra eða látinna.“ Martin segir að fólk sé slegið yfir atburðum dagsins. „Maður veit varla hvernig maður á að bregðast við þessu. Þetta er auðvitað hörmulegt og ömurlegt illvirki sem ekki er á nokkurn hátt hægt að skilja. Menn eru í sjokki yfir þessu.“Markaðurinn er í nágrenni við Kurfuerstendamm sem er stærsta verslunargata Berlínar.mynd/gettyEinn af stærstu jólamörkuðum BerlínarAðspurður um hvort götur borgarinnar séu tómlegar segist Martin ekki geta svarað enda hefur hann haldið sig heima samkvæmt ráðleggingum yfirvalda. Hann keyrði hins vegar fram hjá markaðnum á leið sinni úr vinnunni í dag og rölti þarna í gegn ásamt fjölskyldu sinni á laugardaginn var. Að sögn Martins er markaðurinn á Breitscheidplatz-torgi á meðal stærstu jólamarkaða í Berlín. Markaðurinn er steinsnar frá Kurfuerstendamm, stærstu verslunargötu borgarinnar. Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Björgunarstarfi er lokið í Berlín Níu manns létust í árásinni og 45 voru fluttir á sjúkrahús. 19. desember 2016 19:43 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Sjá meira
Utanríkisráðuneytið hefur biðlað til Íslendinga að láta aðstandendur vita af sér. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Íslendingar í Berlín séu hvattir til þess að nýta sér samfélagsmiðla til að láta vini og ættingja vita að þeir séu óhultir. Borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hafa ekki borist neinar upplýsingar um að Íslendingar hafi slasast í árásinni í kvöld en hún er í beinu sambandi við neyðarteymi þýsku stjórnsýslunnar sem tekur saman upplýsingar um fórnarlömb. „Utanríkisráðuneytið hvetur alla Íslendinga sem eru á svæðinu að fylgjast vel með tilmælum yfirvalda á staðnum. Sem stendur er fólk beðið um að vera ekki að vera á ferli að óþörfu og halda sig á öruggum stöðum. Ef aðstandendur á Íslandi hafa áhyggjur af fólki sem vitað er að er á svæðinu og ná ekki sambandi við það, eru þeir hvattir til að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í síma 5459900” segir í tilkynningunni.„Menn eru í sjokki“Martin Eyjólfsson, sendiherra Íslands í Þýskalandi, sagði í samtali við fréttastofu Vísis að honum hefðu ekki borist fregnir af því að Íslendingar hefðu verið á meðal særðra. „Við höfum verið í sambandi við lögregluyfirvöld hér og okkur er ekki kunnugt um að neinir Íslendingar hafi verið meðal særðra eða látinna.“ Martin segir að fólk sé slegið yfir atburðum dagsins. „Maður veit varla hvernig maður á að bregðast við þessu. Þetta er auðvitað hörmulegt og ömurlegt illvirki sem ekki er á nokkurn hátt hægt að skilja. Menn eru í sjokki yfir þessu.“Markaðurinn er í nágrenni við Kurfuerstendamm sem er stærsta verslunargata Berlínar.mynd/gettyEinn af stærstu jólamörkuðum BerlínarAðspurður um hvort götur borgarinnar séu tómlegar segist Martin ekki geta svarað enda hefur hann haldið sig heima samkvæmt ráðleggingum yfirvalda. Hann keyrði hins vegar fram hjá markaðnum á leið sinni úr vinnunni í dag og rölti þarna í gegn ásamt fjölskyldu sinni á laugardaginn var. Að sögn Martins er markaðurinn á Breitscheidplatz-torgi á meðal stærstu jólamarkaða í Berlín. Markaðurinn er steinsnar frá Kurfuerstendamm, stærstu verslunargötu borgarinnar.
Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Björgunarstarfi er lokið í Berlín Níu manns létust í árásinni og 45 voru fluttir á sjúkrahús. 19. desember 2016 19:43 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Svara til saka eftir tvær vikur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Sjá meira
Björgunarstarfi er lokið í Berlín Níu manns létust í árásinni og 45 voru fluttir á sjúkrahús. 19. desember 2016 19:43