Fyrri hluti tímabilsins í Dominos-deild karla var gerður upp í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport á föstudagskvöld. Hvergi var til sparað en þátturinn var í beinni útsendingu frá Hótel Borg.
Allir fjórir sérfræðingar þáttarins lögðu lóð sín á vogaskálarnar og tókust á eins og þeim einum er lagið.
Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins, fékk góðan gest til að loka þættinum - söngvarann góðkunna Geir Ólafsson sem fór á kostum eins og honum einum er lagið.
Sjáðu frammistöðu Geirs í spilaranum hér fyrir ofan en þar má einnig sjá þegar strákarnir í þættinum fengu góðar gjafir frá Körfuknattleikssambandi Íslands.
Sjáðu Geir Ólafs fara á kostum á Hótel Borg
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mest lesið






Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi
Íslenski boltinn




Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls
Körfubolti
Fleiri fréttir
