Gary Lineker dýrkaði Tólfuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2016 10:30 Vísir/Samsett Bretar gerðu upp íþróttaárið í gær í sérstakri verðlaunahátíð á vegum BBC í Birmingham en meðal fræga fólksins og stærstu íþróttastjarna Breta voru tveir íslenskir stuðningsmenn sem gerðu garðinn frægan á Evrópumótinu í Frakklandi síðasta sumar. Kristinn Hallur Jónsson og Jóhann D Bianco flugu út til Englands til að stjórna Víkingaklappinu með fullri höll af Bretum. Sveinn Ásgeirsson úr Tólfunni var í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði Heimi Karlssyni og Gunnlaugi Helgasyni frá ferðinni. „Ég heyrði reglulega í þeim eftir þetta og þá aðallega á snapchat. Menn voru að hitta Jamie Vardy og svona. Það var mjög mikil gleði eftir að þeir tóku klappið,“ sagði Sveinn Ásgeirsson en ekki náðist í þá Kristinn og Joey Drummer sem voru ekki vaknaði eftir hátíðina í gær. „Þessu var tekið alveg fáránlega vel úti. Mér skilst það að Gary Lineker hafi dýrkað þá og Jamie Vardy var mjög sáttur við þetta þrátt fyrir að hafa verið í hópnum sem tapaði á móti Íslandi í sumar,“ sagði Sveinn. „Twitter-notendum í Bretlandi fannst það mjög spes að þeir hafi fengið Íslendinga til að koma á þessa hátíð til að fullkomna niðurlæginguna,“ sagði Sveinn. „Það voru allir mjög sáttir í salnum. Strákarnir voru búnir að vera þarna síðan á laugardagsmorgunn og voru búnir að taka fullt af æfingum. Þeir hituðu líka hópinn upp áður en hátíðin byrjaði. Það var því búið að prófa þetta einu sinni áður,“ sagði Sveinn. Þetta var ekki í fyrsta sem sem Tólfumeðlimir eru pantaðir út til að koma með Víkingaklappið. „Þetta BBC-dæmi kom bara upp í síðustu viku en á undan því var erlent fyrirtæki í Lúxemborg búið að hafa samband við okkur. Þeir báðu okkur um að koma á árlegan peppfund hjá þeim þar sem er verið að þjappa hópnum saman. Þeir báðu okkur um að koma nokkra út og klappa með þeim,“ sagði Sveinn. Sveinn tók vel í þá tillögu Heimis að þeir færu niður á Alþingi til að reyna að þjappa fólki þar saman. „Þetta er ekki alveg það sem við áttum von á en þetta er mjög gaman,“ sagði Sveinn. En var tekið á móti þeim eins og poppstjörnum. „Þeir og Robbie Williams. Það var svolítið þannig. Það var komið fram við þá eins og poppstjörnur,“ sagði Sveinn. Alþingi EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tólfumenn tóku Víkingaklappið með Vilhjálmi Bretaprinsi: Niðurlægingin fullkomnuð Víkingaklappið náði fótfestu út um allan heim í sumar og var það stuðningsmönnum íslenska landsliðsins að þakka. 18. desember 2016 21:05 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Sjá meira
Bretar gerðu upp íþróttaárið í gær í sérstakri verðlaunahátíð á vegum BBC í Birmingham en meðal fræga fólksins og stærstu íþróttastjarna Breta voru tveir íslenskir stuðningsmenn sem gerðu garðinn frægan á Evrópumótinu í Frakklandi síðasta sumar. Kristinn Hallur Jónsson og Jóhann D Bianco flugu út til Englands til að stjórna Víkingaklappinu með fullri höll af Bretum. Sveinn Ásgeirsson úr Tólfunni var í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði Heimi Karlssyni og Gunnlaugi Helgasyni frá ferðinni. „Ég heyrði reglulega í þeim eftir þetta og þá aðallega á snapchat. Menn voru að hitta Jamie Vardy og svona. Það var mjög mikil gleði eftir að þeir tóku klappið,“ sagði Sveinn Ásgeirsson en ekki náðist í þá Kristinn og Joey Drummer sem voru ekki vaknaði eftir hátíðina í gær. „Þessu var tekið alveg fáránlega vel úti. Mér skilst það að Gary Lineker hafi dýrkað þá og Jamie Vardy var mjög sáttur við þetta þrátt fyrir að hafa verið í hópnum sem tapaði á móti Íslandi í sumar,“ sagði Sveinn. „Twitter-notendum í Bretlandi fannst það mjög spes að þeir hafi fengið Íslendinga til að koma á þessa hátíð til að fullkomna niðurlæginguna,“ sagði Sveinn. „Það voru allir mjög sáttir í salnum. Strákarnir voru búnir að vera þarna síðan á laugardagsmorgunn og voru búnir að taka fullt af æfingum. Þeir hituðu líka hópinn upp áður en hátíðin byrjaði. Það var því búið að prófa þetta einu sinni áður,“ sagði Sveinn. Þetta var ekki í fyrsta sem sem Tólfumeðlimir eru pantaðir út til að koma með Víkingaklappið. „Þetta BBC-dæmi kom bara upp í síðustu viku en á undan því var erlent fyrirtæki í Lúxemborg búið að hafa samband við okkur. Þeir báðu okkur um að koma á árlegan peppfund hjá þeim þar sem er verið að þjappa hópnum saman. Þeir báðu okkur um að koma nokkra út og klappa með þeim,“ sagði Sveinn. Sveinn tók vel í þá tillögu Heimis að þeir færu niður á Alþingi til að reyna að þjappa fólki þar saman. „Þetta er ekki alveg það sem við áttum von á en þetta er mjög gaman,“ sagði Sveinn. En var tekið á móti þeim eins og poppstjörnum. „Þeir og Robbie Williams. Það var svolítið þannig. Það var komið fram við þá eins og poppstjörnur,“ sagði Sveinn.
Alþingi EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tólfumenn tóku Víkingaklappið með Vilhjálmi Bretaprinsi: Niðurlægingin fullkomnuð Víkingaklappið náði fótfestu út um allan heim í sumar og var það stuðningsmönnum íslenska landsliðsins að þakka. 18. desember 2016 21:05 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Sjá meira
Tólfumenn tóku Víkingaklappið með Vilhjálmi Bretaprinsi: Niðurlægingin fullkomnuð Víkingaklappið náði fótfestu út um allan heim í sumar og var það stuðningsmönnum íslenska landsliðsins að þakka. 18. desember 2016 21:05