Gleði og glaumur voru við völd enda rúm vika í aðfangadag og gestir í hátíðarskapi. Katrín Alda var með skónna sína, sem einmitt voru að koma í sölu í nýrri verslun Jör á Skólavörðustíg, Guðrún Helga sýndi yfirhafnirnar ásamt því að Harpa Káradóttir var með íslensku förðunarbókina Andlit og Eva Laufey töfraði fram dýrindis eftirrétti úr nýju bókinni sinni, Kökugleði Evu.
Góð stemming og notalegheit sem er mikilvægt í aðdragandi jólanna. Myndirnar tók Aníta Eldjárn en sjá má myndasafn neðst í fréttinni.







