Íþróttafréttamaðurinn skrautlegi og skemmtilegi, Craig Sager, lést í dag 65 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein.
Fyrr í vikunni var Sager tekinn inn í heiðurshöll íþróttalýsara í New York. Það reyndist vera hans síðasta formlega verk á lífsleiðinni.
Sager hefur undanfarin 20 ár tekið viðtöl á hliðarlínunni í NBA og hefur notað mikillar virðingar bæði þjálfara og leikmanna.
Hann vakti líka alltaf athygli fyrir skrautlegan klæðaburð.
Barátta Sager við krabbameinið síðustu mánuði hefur verið mikið í fjölmiðlum en með baráttuna að vopni tókst Sager nokkrum sinnum að hægja á meininu og snúa aftur í vinnuna.
Hann varð þó að játa sig sigraðan að lokum en minning þessa skemmtilega manns mun lifa áfram.

