Eins og í fyrra verða jólin skotin inn fyrir utan þriggja stiga línuna í jólaþætti Domino´s-Körfuboltakvölds á morgun klukkan 22.00. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport auk þess sem hann verður sýndur beint hér á Vísi sem og á Facebook-síðu Vísis.
Létt verður yfir mönnum enda hátíð ljóss og friðar handan hornsins. Ellefta umferðin, sem fram fer í kvöld, verður gerð upp en þar ber hæst stórleikur KR og Stjörnunnar. Hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.45 í kvöld.
Jólaleg framlenging verður undir lok þáttar sem verður í beinni frá Karólínasvítunni á Hótel Borg með gestum í sal eins og þegar tímabilið var keyrt í gang í lok september.
KKÍ og Stöð 2 Sport hafa tekið saman höndum og verðlauna besta körfuboltafólk fyrri hlutans í þættinum. Þar fá bestu leikmenn, bestu þjálfarar, bestu varnarmenn og bestu ungu leikmenn Domino´s-deilda karla og kvenna verðlaun fyrir sína frammistöðu á fyrri hluta móts.
Þátturinn hefst klukkan 22.00 annað kvöld, föstudag. Karfa góð.
Fyrri hlutinn gerður upp og besta fólkið verðlaunað í jólaþætti Körfuboltakvölds
Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mest lesið






Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi
Íslenski boltinn




Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls
Körfubolti
Fleiri fréttir
