Stjarnan tók á móti KR í Domino‘s-deild karla í síðastu umferð fyrir jól. Fyrir leik voru bæði lið með 16 stig, jöfn á toppnum ásamt Tindastól. Stjörnumenn gerðu sér lítið fyrir og unnu sanngjarnan sigur, 97-82, eftir að hafa verið 40-42 undir í hálfleik.
Ernir Eyjólfsson tók myndirnar hér að ofan.
Það mátti ekki sjá á milli liðanna lunga leiks og jafnræðið alsráðandi. KR-ingar náðu góðum kafla í þriðja hluta og virtust vera að ná góðum tökum á leiknum en heimamenn náðu að halda sér inní leiknum og snúa honum síðan sér í vil um miðjan fjórða hluta og landa öruggum sigri. Áhlaup KR voru ekki nægilega góð og varnarleikurinn slakur á þá Devon Austin og Justin Shouse, sem áttu stórleik þegar mest á reyndi.
Hjá KR voru Þórir Þorbjarnarson, Pavel Ermolinski og Cedrick Bowen bestir en liðið spilaði prýðilega í leiknum fyrir utan síðustu sex mínútur hans.
Hjá Stjörnunni voru Hlynur Bæringsson, Justin Shouse og Devon Austin bestir, Hlynur langbesti maður vallarins í fyrri hálfleik en hinir tveir alveg hreint geggjaðir í þeim seinni, þá sérstaklega Shouse, sem átti stærstan þátt í að lið hans sigraði leikinn.
Nánar verður fjallað um leikinn síðar en hér að neðan má lesa leiklýsingu leiksins.
Stjarnan-KR 97-82 (27-22, 13-20, 23-26, 34-14)
Stjarnan: Hlynur Elías Bæringsson 31/8 fráköst/5 stoðsendingar, Justin Shouse 27/7 fráköst/12 stoðsendingar, Devon Andre Austin 22/9 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 6, Eysteinn Bjarni Ævarsson 4, Arnþór Freyr Guðmundsson 3/4 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 2, Ágúst Angantýsson 2/7 fráköst, Egill Agnar Októsson 0, Brynjar Magnús Friðriksson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Óskar Þór Þorsteinsson 0.
KR: Cedrick Taylor Bowen 16/6 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 16/5 fráköst, Pavel Ermolinskij 15/9 fráköst/6 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 13, Brynjar Þór Björnsson 10, Snorri Hrafnkelsson 6, Sigurður Á. Þorvaldsson 6/8 fráköst/5 stoðsendingar, Orri Hilmarsson 0, Ólafur Þorri Sigurjónsson 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0, Arnór Hermannsson 0, Karvel Ágúst Schram 0.