Hjálp í viðlögum Ari Traustu Guðmundsson skrifar 15. desember 2016 07:00 Hvað er mikilvægast núna í stjórnmálum? Að mati okkar þingmanna VG eru það brýnar viðgerðir, nánast hjálp í viðlögum, á heilbrigðis- og menntakerfinu, í velferðarmálum og á ýmsum innviðum samfélagsins, t.d. í samgöngum. Af hverju? Af því að það er ákall mikils meirihluta landsmanna eftir hremmingar hrunsins í ein átta ár, nú þegar betur árar en áður á því langa tímabili. Þessar voru líka kosningaáherslur VG og raunar allra flokka úti í kjördæmunum. Í alllöngum stjórnarmyndunarviðræðum og nú, við umræður um gölluð fjárlög fráfarandi ríkisstjórnar, eru ábyrgar lausnir meginverkefni VG, bæði öndunaraðstoð og hjartahnoð! Lausnirnar felast að sjálfsögðu í öflun fjár umfram tekjuhlið fjárlagafrumvarps sem stendur í um 780 milljörðum króna. Í kosningavinnu VG voru lagðar fram tillögur um hvar ná ætti í fáeina tugi milljarða króna til umbóta og hvernig þeim skyldi skipt. Mikill hagnaður stórfyrirtækja og banka er staðreynd. Af öðrum dæmum má nefna að af öllum fjármagnstekjum eiga 1-2 prósent eigenda um helming upphæðarinnar. Um 10 prósent landsmanna eiga 60 prósent allra eigna. Launamenn í tveimur efstu tekjuþrepum Hagstofunnar hljóta um helming allra greiddra launa, um 700 milljarða. Ýmsir gjaldstofnar geta hækkað án þess að valda almenningi verulegum vandræðum og veiðigjöld gætu hækkað (með girðingum) sem framlag til samneyslunnar. Eftir kosningar og þingsetningu hafa málamiðlanir slípað þessar hugmyndir og nú er metið sem svo að fé að upphæð á þriðja tugmilljarð króna þurfi til lágmarksviðgerða á alvarlega skaddaðri samfélagsþjónustunni. Þessu hefur VG haldið á lofti og óskað eftir samstarfi við aðra flokka þar um við myndun stjórnar. Það hefur ekki gengið eftir. Og nokkur mál, hugleikin VG og flokkunum, hafa einnig verið rædd og um margt myndast grunnur að málefnasamstöðu en ekki reynt í alvöru á hana, t.d. í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Áherslan á ríkisfjármál með virkum hluta, af fyrrgreindri stærðargráðu, til úrbóta í tugum verkefna sem hafa verið skorin eða geymd verður kyndill VG í vinnunni við fjárlögin. Þar verður leitað samstöðu við aðra flokka/þingmenn. Þarna kristallast kannski einhver meirihlutasamstaða um úrbætur jafnt sem stefnu til lengri tíma litið. Þær kunna að leiða til nýrra viðhorfa í stjórnarmyndunarkaplinum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað er mikilvægast núna í stjórnmálum? Að mati okkar þingmanna VG eru það brýnar viðgerðir, nánast hjálp í viðlögum, á heilbrigðis- og menntakerfinu, í velferðarmálum og á ýmsum innviðum samfélagsins, t.d. í samgöngum. Af hverju? Af því að það er ákall mikils meirihluta landsmanna eftir hremmingar hrunsins í ein átta ár, nú þegar betur árar en áður á því langa tímabili. Þessar voru líka kosningaáherslur VG og raunar allra flokka úti í kjördæmunum. Í alllöngum stjórnarmyndunarviðræðum og nú, við umræður um gölluð fjárlög fráfarandi ríkisstjórnar, eru ábyrgar lausnir meginverkefni VG, bæði öndunaraðstoð og hjartahnoð! Lausnirnar felast að sjálfsögðu í öflun fjár umfram tekjuhlið fjárlagafrumvarps sem stendur í um 780 milljörðum króna. Í kosningavinnu VG voru lagðar fram tillögur um hvar ná ætti í fáeina tugi milljarða króna til umbóta og hvernig þeim skyldi skipt. Mikill hagnaður stórfyrirtækja og banka er staðreynd. Af öðrum dæmum má nefna að af öllum fjármagnstekjum eiga 1-2 prósent eigenda um helming upphæðarinnar. Um 10 prósent landsmanna eiga 60 prósent allra eigna. Launamenn í tveimur efstu tekjuþrepum Hagstofunnar hljóta um helming allra greiddra launa, um 700 milljarða. Ýmsir gjaldstofnar geta hækkað án þess að valda almenningi verulegum vandræðum og veiðigjöld gætu hækkað (með girðingum) sem framlag til samneyslunnar. Eftir kosningar og þingsetningu hafa málamiðlanir slípað þessar hugmyndir og nú er metið sem svo að fé að upphæð á þriðja tugmilljarð króna þurfi til lágmarksviðgerða á alvarlega skaddaðri samfélagsþjónustunni. Þessu hefur VG haldið á lofti og óskað eftir samstarfi við aðra flokka þar um við myndun stjórnar. Það hefur ekki gengið eftir. Og nokkur mál, hugleikin VG og flokkunum, hafa einnig verið rædd og um margt myndast grunnur að málefnasamstöðu en ekki reynt í alvöru á hana, t.d. í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Áherslan á ríkisfjármál með virkum hluta, af fyrrgreindri stærðargráðu, til úrbóta í tugum verkefna sem hafa verið skorin eða geymd verður kyndill VG í vinnunni við fjárlögin. Þar verður leitað samstöðu við aðra flokka/þingmenn. Þarna kristallast kannski einhver meirihlutasamstaða um úrbætur jafnt sem stefnu til lengri tíma litið. Þær kunna að leiða til nýrra viðhorfa í stjórnarmyndunarkaplinum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun