Viðskipti innlent

WOW air fær fyrsta Græna ljós Orkusölunnar

Sæunn Gísladóttir skrifar
Magnús Kristjánsson og Skúli Mogensen.
Magnús Kristjánsson og Skúli Mogensen.
Magnús Kristjánsson, forstjóri Orkusölunnar, afhenti Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, grip á dögunum sem staðfestir að flugfélagið er fyrsta fyrirtækið sem fær Grænt ljós frá Orkusölunni. Með Grænu ljósi er öll raforkusala vottuð 100 prósent endurnýjanleg með upprunaábyrgðum samkvæmt alþjóðlegum staðli en tilgangur upprunaábyrgðakerfisins er að auka hlut endurnýjanlegrar orku í Evrópu segir í tilkynningu.

„Græn vottun getur skipt máli í viðskiptaumhverfinu og því felur ljósið í sér tækifæri fyrir viðskiptavini okkar til að aðgreina sig á markaðnum. Það er okkur sönn ánægja að sjá fyrsta ljósið fara til fyrirtækis sem hefur verið að gera virkilega góða hluti hér heima og erlendis síðastliðin fimm ár,“ segir Magnús.

„Það er mikill heiður að fá Grænt ljós frá Orkusölunni. Þetta er frábært framtak og hvetjandi fyrir fyrirtæki að fá það staðfest að sú orka sem það notar sé endurnýjanleg,“ segir Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air.

Tækifæri í markaðssetningu á vörum og þjónustu geta opnast fyrir þau fyrirtæki sem fá Grænt ljós, enda er sífellt háværari krafa í samfélaginu um að tekið sé tillit til umhverfisins í starfsemi fyrirtækja.

„Með því að gefa Grænt ljós viljum við koma til móts við umhverfið. Það gerum við með því að hjálpa okkar viðskiptavinum við að auka samkeppnishæfni sína — um leið og þau styðja við vinnslu endurnýjanlegrar orku. Það er auðvitað eitthvað sem er okkur öllum í hag", segir Magnús.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×