Kári Árnason og Viðar Örn Kjartansson eru báðir í liði ársins í sænsku úrvalsdeildinni sem leikmenn deildarinnar völdu.
Kári og Viðar Örn áttu stóran þátt í því að Malmö varð sænskur meistari í ár.
Kári spilaði 24 af 30 deildarleikjum Malmö á tímabilinu og skoraði eitt mark. Malmö fékk á sig fæst mörk allra liða í sænsku deildinni, eða 26.
Viðar Örn skoraði 14 mörk í 20 deildarleikjum áður en hann var seldur Maccabi Tel Aviv í Ísrael. Viðar var næstmarkahæstur í sænsku deildinni þrátt fyrir að hafa misst af þriðjungi leikjanna.
Malmö á alls fimm fulltrúa í liði ársins en auk Kára og Viðars Arnar eru markvörðurinn Johan Wiland og miðjumennirnir Magnus Eikrem og Andreas Christiansen í liðinu.
Lið ársins í Svíþjóð er þannig skipað:
Markvörður: Johan Wiland, Malmö FF
Vörn: Linus Wahlqvist, IFK Norrköping, Kári Árnason, Malmö FF, Andreas Johansson, IFK Norrköping, Emil Salomonsson, IFK Göteborg
Miðja: Magnus Eikrem, Malmö FF, Ebenezer Ofori, AIK, Rasmus Elm, Kalmar FF, Andreas Christiansen, Malmö FF
Sókn: Alexander Isak, AIK, Viðar Örn Kjartansson, Malmö FF
