Birgitta skorar á Þjóðkirkjuna að færa heilbrigðiskerfinu milljónirnar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. desember 2016 13:47 Þingflokksformaður Pírata segir að það væri "rosalega kristilegt“ ef kirkjan hefði sjálf frumkvæði að því að láta aukin fjárframlög renna í heilbrigðiskerfið. Myndvinnsla/Garðar Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2017 sem lagt var fyrir Alþingi fyrir viku síðan, munu framlög íslenska ríkisins til þjóðkirkjunnar aukast um 113,4 milljónir á næsta ári. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, leggur til að kirkjan hafi sjálf frumkvæði af því að láta hækkunina renna í heilbrigðiskerfið. Birgitta var í viðtali í Harmageddon á X-inu 97,7 í morgun. Þar sagði Birgitta meðal annars að Píratar hafi í þrígang látið framkvæma skoðanakönnun um það hvernig almenningur vilji láta forgangsraða fjárlögum. Þar sé kirkjan nánast alltaf í síðasta sæti með lítinn sem engan stuðning.Sjá einnig:Framlög til þjóðkirkjunnar aukast „Þetta er alltaf þessi klassíska umræða alltaf og ef maður leyfir sér að gagnrýna eitthvað svona þá er alltaf sagt að maður sé á móti kristni. Ég vil bara að því sé haldið til haga að ég hef ekkert á móti að fólk trúi einhverju. Fólk má bara trúa á nákvæmlega það sem því sýnist. En mér finnst öll ríkisafskipti af trúarbrögðum mjög skrítin og ekki í takt við nútímann. Mér finnst líka mikilvægt, að þeir sem að eru í forsvari fyrir Þjóðkirkjuna, átti sig á því að það eru aðrir tímar í dag og aðrar leiðir til að nálgast þá sem þeir vilja þjónusta,“ sagði Birgitta.Ekki hlynnt hækkuninni Aðspurð hvort að þingflokkur Pírata muni leggja sig gegn auknum fjárframlögum til Þjóðkirkjunnar sagði Birgitta að farið verði yfir breytingartillögur á frumvarpinu, en að sjálf sé hún á móti hækkununum. Jafnframt sagði hún að henni þætti fallegt ef Þjóðkirkjan myndi sjálf hafa frumkvæði af því að leggja hækkunina frekar í heilbrigðiskerfið. „Ég er ekki hlynnt þessum miklu hækkunum, bara alls ekki. Hugsaðu þér hvað væri fallegt ef kirkjan hefði frumkvæði af því sjálf, núna í kringum jólin, að leggja til að fá ekki þessa hækkun og að hún verði frekar sett í heilbrigðiskerfið. Mér þætti það rosalega kristilegt.“ Alþingi Tengdar fréttir Framlög til þjóðkirkjunnar aukast Þjóðkirkjan mun fá tveggja milljarða fjárframlag samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. 6. desember 2016 16:50 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2017 sem lagt var fyrir Alþingi fyrir viku síðan, munu framlög íslenska ríkisins til þjóðkirkjunnar aukast um 113,4 milljónir á næsta ári. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, leggur til að kirkjan hafi sjálf frumkvæði af því að láta hækkunina renna í heilbrigðiskerfið. Birgitta var í viðtali í Harmageddon á X-inu 97,7 í morgun. Þar sagði Birgitta meðal annars að Píratar hafi í þrígang látið framkvæma skoðanakönnun um það hvernig almenningur vilji láta forgangsraða fjárlögum. Þar sé kirkjan nánast alltaf í síðasta sæti með lítinn sem engan stuðning.Sjá einnig:Framlög til þjóðkirkjunnar aukast „Þetta er alltaf þessi klassíska umræða alltaf og ef maður leyfir sér að gagnrýna eitthvað svona þá er alltaf sagt að maður sé á móti kristni. Ég vil bara að því sé haldið til haga að ég hef ekkert á móti að fólk trúi einhverju. Fólk má bara trúa á nákvæmlega það sem því sýnist. En mér finnst öll ríkisafskipti af trúarbrögðum mjög skrítin og ekki í takt við nútímann. Mér finnst líka mikilvægt, að þeir sem að eru í forsvari fyrir Þjóðkirkjuna, átti sig á því að það eru aðrir tímar í dag og aðrar leiðir til að nálgast þá sem þeir vilja þjónusta,“ sagði Birgitta.Ekki hlynnt hækkuninni Aðspurð hvort að þingflokkur Pírata muni leggja sig gegn auknum fjárframlögum til Þjóðkirkjunnar sagði Birgitta að farið verði yfir breytingartillögur á frumvarpinu, en að sjálf sé hún á móti hækkununum. Jafnframt sagði hún að henni þætti fallegt ef Þjóðkirkjan myndi sjálf hafa frumkvæði af því að leggja hækkunina frekar í heilbrigðiskerfið. „Ég er ekki hlynnt þessum miklu hækkunum, bara alls ekki. Hugsaðu þér hvað væri fallegt ef kirkjan hefði frumkvæði af því sjálf, núna í kringum jólin, að leggja til að fá ekki þessa hækkun og að hún verði frekar sett í heilbrigðiskerfið. Mér þætti það rosalega kristilegt.“
Alþingi Tengdar fréttir Framlög til þjóðkirkjunnar aukast Þjóðkirkjan mun fá tveggja milljarða fjárframlag samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. 6. desember 2016 16:50 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Framlög til þjóðkirkjunnar aukast Þjóðkirkjan mun fá tveggja milljarða fjárframlag samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. 6. desember 2016 16:50