Trump staðfestir tilnefningu Rex Tillerson Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2016 11:45 Rex Tillerson, framkvæmdastjóri ExxonMobil olíufyrirtækisins. Vísir/AFP Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að tilnefna Rex Tillerson, framkvæmdastjóra olíufyrirtækisins ExxonMobil, sem utanríkisráðherra. Öldungadeild þings Bandaríkjanna þarf að staðfesta tilnefninguna og gæti það reynst Trump erfitt að ná því í gegn. Tilnefning Tillerson þykir vera til marks um vilja Trump til að bæta samskipti Bandaríkjanna og Rússlands. Þrátt fyrir að Tillerson hafi enga reynslu af stjórnmálum hefur hann lengi átt í nánum samskiptum við heimsleiðtoga víða um heim. „Þrautseigja hans, víðtæk reynsla og djúpur skilningur á alþjóðastjórnmálum gera hann að frábærum valkosti til embættis utanríkisráðherra,“ sagði Trump í tilkynningu. Eins og áður hefur komið fram er ekki víst að tilnefningin verði staðfest af þinginu. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir áhyggjum vegna þeirra ára sem Tillerson hefur starfað í Rússlandi og Mið-Austurlöndum. Tillerson hefur átt í samstarfi við Vladimir Putin, forseta Rússlands, og hefur jafnvel fengið vináttuorðu Kremlin. Repúblikanar eiga 52 þingmenn í öldungadeildinni og demókratar 48. Minnst 50 atkvæði þarf til að tilnefningin verði staðfest. Þingmenn eins og John McCain og Marco Rubio hafa þegar lýst yfir áhyggjum sínum vegna tengsla Tillerson við Putin. Þar að auki hafa Lindsey O. Graham og James Lankford lýst yfir áhyggjum. Gjá hefur einnig myndast á milli Trump og þingmanna Repúblikana vegna viðhorfs hans til yfirlýsingarinnar um að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í síðasta mánuði.I have chosen one of the truly great business leaders of the world, Rex Tillerson, Chairman and CEO of ExxonMobil, to be Secretary of State.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 13, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Fleiri fréttir Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að tilnefna Rex Tillerson, framkvæmdastjóra olíufyrirtækisins ExxonMobil, sem utanríkisráðherra. Öldungadeild þings Bandaríkjanna þarf að staðfesta tilnefninguna og gæti það reynst Trump erfitt að ná því í gegn. Tilnefning Tillerson þykir vera til marks um vilja Trump til að bæta samskipti Bandaríkjanna og Rússlands. Þrátt fyrir að Tillerson hafi enga reynslu af stjórnmálum hefur hann lengi átt í nánum samskiptum við heimsleiðtoga víða um heim. „Þrautseigja hans, víðtæk reynsla og djúpur skilningur á alþjóðastjórnmálum gera hann að frábærum valkosti til embættis utanríkisráðherra,“ sagði Trump í tilkynningu. Eins og áður hefur komið fram er ekki víst að tilnefningin verði staðfest af þinginu. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa lýst yfir áhyggjum vegna þeirra ára sem Tillerson hefur starfað í Rússlandi og Mið-Austurlöndum. Tillerson hefur átt í samstarfi við Vladimir Putin, forseta Rússlands, og hefur jafnvel fengið vináttuorðu Kremlin. Repúblikanar eiga 52 þingmenn í öldungadeildinni og demókratar 48. Minnst 50 atkvæði þarf til að tilnefningin verði staðfest. Þingmenn eins og John McCain og Marco Rubio hafa þegar lýst yfir áhyggjum sínum vegna tengsla Tillerson við Putin. Þar að auki hafa Lindsey O. Graham og James Lankford lýst yfir áhyggjum. Gjá hefur einnig myndast á milli Trump og þingmanna Repúblikana vegna viðhorfs hans til yfirlýsingarinnar um að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í síðasta mánuði.I have chosen one of the truly great business leaders of the world, Rex Tillerson, Chairman and CEO of ExxonMobil, to be Secretary of State.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 13, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Fleiri fréttir Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Sjá meira