Atletico Madrid er að gefa eftir í spænsku úrvalsdeildinni og í kvöld mátti liðið sætta sig við stórt tap, 3-0, gegn Villarreal.
Atletico var í fimmta sæti fyrir leikinn með 25 stig en Villarreal í sjötta með 23 stig. Villarreal komst alla leið upp í fjórða sæti með sigrinum.
Trigueros kom Villarreal yfir á 28. mínútu og Jonathan dos Santos bætti öðru marki við sjö mínútum fyrir leikhlé.
Það var svo Roberto Soriano sem skoraði síðasta mark leiksins í uppbótartíma. Stórsigur og fjórða sætið staðreynd.
Villarreal valtaði yfir Atletico
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Lehmann færir sig um set á Ítalíu
Fótbolti





„Þetta var bara út um allt“
Fótbolti




„Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“
Enski boltinn