Jólagreiðslan er létt og skemmtileg Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 12. desember 2016 14:00 Telma byrjaði á því að krulla hárið með stóru krullujárni og gerði stórar skiptingar í hárið. VÍSIR/VILHELM Jólagreiðslurnar í ár eru einfaldar og léttar og ættu flestir að geta gert þær, að mati Telmu Daggar Bjarnadóttur, hárgreiðslukonu hjá Kompaníinu, sem farðaði og greiddi Gerði Silju Kristjánsdóttur á jólavísu fyrir Jólablað Fréttablaðsins.Telma Dögg notaði hárlakk og Texturising Volume Sprey frá label.m í rótina til að fá meiri lyftingu í hárið."Mér finnst flott að hafa hárið laust og skemmtilegt í stað þess að hafa það of strekkt upp í einhverja stífa greiðslu. Þegar ég greiddi Gerði Silju þá byrjaði ég á því að krulla hárið með stóru krullujárni og tók líka stórar skiptingar í hárið. Svo notaði ég hárlakk og Texturising Volume Sprey frá label.m í rótina til að fá meiri lyftingu í það. Þá verða krullurnar stærri og hárið verður meira og fær fallegri áferð. Síðan tók ég hárið í nokkurs konar hálftagl, setti teygjuna laust í þannig að ég gæti snúið henni inn í hárið. Þegar teygjan var komin í þá tosaði ég hárið til í teygjunni til að gera greiðsluna aðeins tætingslegri og lausari. Og þá var hún tilbúin, afskaplega einföld og skemmtileg greiðsla en sparileg um leið,“ segir Telma. Spurð að því hvort það sé einhver ákveðin tíska í hárgreiðslum í dag segir Telma að það sé mest um það að fólki sé bara greitt þannig að því líði vel. „Það er ekki eitthvað eitt í gangi, bara það sem hverjum og einum finnst þægilegt. Það er kannski helst að maður sér ekki mikið af sleiktum uppgreiðslum í dag.“Það gildir líka almennt um hártískuna í dag, að allt er leyfilegt. „Allir litir eru inni, það er til dæmis ekkert klikkað í dag að vera með bleikt hár,“ segir Telma og brosir. Hún bætir við að sítt hár sem lengi hafi verið í tísku haldi áfram að vera inn, sérstaklega hjá yngri stelpum. „Þær eru flestallar með sítt hár í sínum náttúrulega lit. Það er sniðugt fyrir þær sem eru með mjög sítt hár og vilja gera krullur í það að gera það með því að taka það bara upp í hátt tagl og taka teygjuna svo úr, þá koma fallegar krullur. Það getur annars verið erfitt að krulla allt þetta hár.“ Hjá öðrum aldurshópum er tískan fjölbreyttari og að sögn Telmu eru margar konur alveg til í að breyta til. „Það er ekkert endilega eitt í tísku hjá þeim hópi, þær vilja bæði stytta hárið og prófa nýja liti.“Gerður Silja tilbúin með jólagreiðsluna. Jól Jólafréttir Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Á jólunum er gleði og gaman Jól Gilsbakkaþula Jól Jólahlaðborð á sænska vísu Jól Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin Marinerað sjávarréttakonfekt Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin
Jólagreiðslurnar í ár eru einfaldar og léttar og ættu flestir að geta gert þær, að mati Telmu Daggar Bjarnadóttur, hárgreiðslukonu hjá Kompaníinu, sem farðaði og greiddi Gerði Silju Kristjánsdóttur á jólavísu fyrir Jólablað Fréttablaðsins.Telma Dögg notaði hárlakk og Texturising Volume Sprey frá label.m í rótina til að fá meiri lyftingu í hárið."Mér finnst flott að hafa hárið laust og skemmtilegt í stað þess að hafa það of strekkt upp í einhverja stífa greiðslu. Þegar ég greiddi Gerði Silju þá byrjaði ég á því að krulla hárið með stóru krullujárni og tók líka stórar skiptingar í hárið. Svo notaði ég hárlakk og Texturising Volume Sprey frá label.m í rótina til að fá meiri lyftingu í það. Þá verða krullurnar stærri og hárið verður meira og fær fallegri áferð. Síðan tók ég hárið í nokkurs konar hálftagl, setti teygjuna laust í þannig að ég gæti snúið henni inn í hárið. Þegar teygjan var komin í þá tosaði ég hárið til í teygjunni til að gera greiðsluna aðeins tætingslegri og lausari. Og þá var hún tilbúin, afskaplega einföld og skemmtileg greiðsla en sparileg um leið,“ segir Telma. Spurð að því hvort það sé einhver ákveðin tíska í hárgreiðslum í dag segir Telma að það sé mest um það að fólki sé bara greitt þannig að því líði vel. „Það er ekki eitthvað eitt í gangi, bara það sem hverjum og einum finnst þægilegt. Það er kannski helst að maður sér ekki mikið af sleiktum uppgreiðslum í dag.“Það gildir líka almennt um hártískuna í dag, að allt er leyfilegt. „Allir litir eru inni, það er til dæmis ekkert klikkað í dag að vera með bleikt hár,“ segir Telma og brosir. Hún bætir við að sítt hár sem lengi hafi verið í tísku haldi áfram að vera inn, sérstaklega hjá yngri stelpum. „Þær eru flestallar með sítt hár í sínum náttúrulega lit. Það er sniðugt fyrir þær sem eru með mjög sítt hár og vilja gera krullur í það að gera það með því að taka það bara upp í hátt tagl og taka teygjuna svo úr, þá koma fallegar krullur. Það getur annars verið erfitt að krulla allt þetta hár.“ Hjá öðrum aldurshópum er tískan fjölbreyttari og að sögn Telmu eru margar konur alveg til í að breyta til. „Það er ekkert endilega eitt í tísku hjá þeim hópi, þær vilja bæði stytta hárið og prófa nýja liti.“Gerður Silja tilbúin með jólagreiðsluna.
Jól Jólafréttir Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Á jólunum er gleði og gaman Jól Gilsbakkaþula Jól Jólahlaðborð á sænska vísu Jól Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin Marinerað sjávarréttakonfekt Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin