Staffan Olsson: Lars er fyrirmyndin mín Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. desember 2016 13:15 vísir/getty/vilhelm stokstad Staffan Olsson verður í nýju hlutverki á HM í handbolta sem fer fram í Frakklandi í næsta mánuði. Olsson hætti sem þjálfari sænska landsliðsins eftir Ólympíuleikana í Ríó þar sem Svíar ollu miklum vonbrigðum og komust ekki upp úr sínum riðli. Við starfi hans og Ola Lindgren, sem þjálfaði sænska liðið í samvinnu við Olsson, tók Kristján Andrésson sem er á leið á sitt fyrsta stórmót með Svía. Í stað þess að vera á hliðarlínunni verður Olsson sérfræðingur í sjónvarpi ásamt Ljubomir Vranjes, fyrrverandi landsliðsmanni og núverandi þjálfara Flensburg. Í samtali við Aftonbladet segir Olsson að það verði ekki erfitt fyrir hann að fara í hlutverk sérfræðingsins og fjalla með gagnrýnum hætti um leikmenn sem hann þjálfaði í mörg ár. „Í fyrstu var ég efins en þú verður að vera tilbúinn að prófa nýja hluti. Ég er ekki feiminn að stökkva út í djúpu laugina,“ sagði Olsson. „Ég get séð hlutina út frá tveimur hliðum. Ég segi frá því sem ég sé og gæti verið gagnrýninn á köflum. Það er ekki vandamál að mínu mati. Ég hef áður gagnrýnt þessa leikmenn á bak við tjöldin.“ Olsson segir að fyrirmyndin hans í þessum efnum sé Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. „Hann er hann sjálfur og er ekkert að flækja hlutina að óþörfu. Hann drullar ekki yfir fólk hægri vinstri heldur getur hann verið jákvæður, jafnvel þegar hann er gagnrýninn. Hann er rólegur og yfirvegaður þegar hann tjáir sig.“ sagði Olsson um Lagerbäck. Svíar eru í riðli með Katar, Danmörku, Egyptalandi, Bahrein og Argentínu á HM í Frakklandi sem hefst 11. janúar næstkomandi. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira
Staffan Olsson verður í nýju hlutverki á HM í handbolta sem fer fram í Frakklandi í næsta mánuði. Olsson hætti sem þjálfari sænska landsliðsins eftir Ólympíuleikana í Ríó þar sem Svíar ollu miklum vonbrigðum og komust ekki upp úr sínum riðli. Við starfi hans og Ola Lindgren, sem þjálfaði sænska liðið í samvinnu við Olsson, tók Kristján Andrésson sem er á leið á sitt fyrsta stórmót með Svía. Í stað þess að vera á hliðarlínunni verður Olsson sérfræðingur í sjónvarpi ásamt Ljubomir Vranjes, fyrrverandi landsliðsmanni og núverandi þjálfara Flensburg. Í samtali við Aftonbladet segir Olsson að það verði ekki erfitt fyrir hann að fara í hlutverk sérfræðingsins og fjalla með gagnrýnum hætti um leikmenn sem hann þjálfaði í mörg ár. „Í fyrstu var ég efins en þú verður að vera tilbúinn að prófa nýja hluti. Ég er ekki feiminn að stökkva út í djúpu laugina,“ sagði Olsson. „Ég get séð hlutina út frá tveimur hliðum. Ég segi frá því sem ég sé og gæti verið gagnrýninn á köflum. Það er ekki vandamál að mínu mati. Ég hef áður gagnrýnt þessa leikmenn á bak við tjöldin.“ Olsson segir að fyrirmyndin hans í þessum efnum sé Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. „Hann er hann sjálfur og er ekkert að flækja hlutina að óþörfu. Hann drullar ekki yfir fólk hægri vinstri heldur getur hann verið jákvæður, jafnvel þegar hann er gagnrýninn. Hann er rólegur og yfirvegaður þegar hann tjáir sig.“ sagði Olsson um Lagerbäck. Svíar eru í riðli með Katar, Danmörku, Egyptalandi, Bahrein og Argentínu á HM í Frakklandi sem hefst 11. janúar næstkomandi.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira