Steinunn Finnbogadóttir látin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. desember 2016 07:54 Steinunn Finnbogadóttir ljósmóðir, borgarfulltrúi og aðstoðarráðherra er látin, 92 ára að aldri. Steinunn var fædd í Bolungarvík þann 9. mars árið 1924. Foreldrar hennar voru þau Finnbogi Guðmundsson sjómaður og verkalýðsforingi og Steinunn Magnúsdóttir húsfreyja. Steinunn lauk námi frá Ljósmæðraskólanum 1943 og átti farsælan feril sem ljósmóðir m.a. á Fæðingardeild Landsspítalans, Fæðingarheimili Reykjavíkur og Sólvangi í Hafnarfirði og var formaður Ljósmæðrafélags Íslands um árabil. Hún var í forystusveit kvenna sem létu til sín taka í félags- og stjórnmálum upp úr miðri síðustu öld. Var einn stofnenda og sat í stjórn Samtaka frjálslyndra og vinstri manna og var borgarfulltrúi flokksins í Reykjavík 1970-1974 og varaborgarfulltrúi 1974-1978. Árið 1971 varð Steinunn fyrsta konan á Íslandi til að gegna starfi aðstoðráðherra, en hún var aðstoðarmaður Hannibals Valdimarssonar Samgöngu- og félagsmálaráðherra til ársins 1973. Steinunn tók við stöðu forstöðumanns dagvistunar Sjálfsbjargar árið 1979 og starfaði þar til starfsloka 1993. Steinunn var sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu þann 17. júní 1982. Steinunn var gift Herði Einarssyni stýrimanni og eignuðust þau þrjú börn; Steinunni, Einar og Guðrúnu Öldu. Barnabörnin eru sjö og barnabarnabörnin 15. Sambýlismaður Steinunnar er Þorsteinn Vigfússon frá Húsatóftum á Skeiðum. Útför Steinunnar verður gerð frá Háteigskirkju föstudaginn 16. desember kl. 11. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira
Steinunn Finnbogadóttir ljósmóðir, borgarfulltrúi og aðstoðarráðherra er látin, 92 ára að aldri. Steinunn var fædd í Bolungarvík þann 9. mars árið 1924. Foreldrar hennar voru þau Finnbogi Guðmundsson sjómaður og verkalýðsforingi og Steinunn Magnúsdóttir húsfreyja. Steinunn lauk námi frá Ljósmæðraskólanum 1943 og átti farsælan feril sem ljósmóðir m.a. á Fæðingardeild Landsspítalans, Fæðingarheimili Reykjavíkur og Sólvangi í Hafnarfirði og var formaður Ljósmæðrafélags Íslands um árabil. Hún var í forystusveit kvenna sem létu til sín taka í félags- og stjórnmálum upp úr miðri síðustu öld. Var einn stofnenda og sat í stjórn Samtaka frjálslyndra og vinstri manna og var borgarfulltrúi flokksins í Reykjavík 1970-1974 og varaborgarfulltrúi 1974-1978. Árið 1971 varð Steinunn fyrsta konan á Íslandi til að gegna starfi aðstoðráðherra, en hún var aðstoðarmaður Hannibals Valdimarssonar Samgöngu- og félagsmálaráðherra til ársins 1973. Steinunn tók við stöðu forstöðumanns dagvistunar Sjálfsbjargar árið 1979 og starfaði þar til starfsloka 1993. Steinunn var sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu þann 17. júní 1982. Steinunn var gift Herði Einarssyni stýrimanni og eignuðust þau þrjú börn; Steinunni, Einar og Guðrúnu Öldu. Barnabörnin eru sjö og barnabarnabörnin 15. Sambýlismaður Steinunnar er Þorsteinn Vigfússon frá Húsatóftum á Skeiðum. Útför Steinunnar verður gerð frá Háteigskirkju föstudaginn 16. desember kl. 11.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira