Verð helst að fá mér rollur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. desember 2016 11:30 "Hverju aldursskeiði fylgir eitthvað nýtt og spennandi,“ segir Björk bjartsýn. Vísir/Stefán Jú, ég stend víst á tímamótum – orðin hálfrar aldar gömul. Það er bara fínt,“ segir Björk Jakobsdóttir leikkona og rökstyður sitt mál: „Hverju aldursskeiði fylgir eitthvað nýtt og spennandi. Nú er ég hætt að skutla og sækja í tómstundir því drengirnir tveir eru að verða fullorðnir, Ásgrímur, 23 ára, er kominn til London í leiklistarnám og Óli Gunnar, 17 ára, í Versló og ég er farin að sinna folöldum og hvolpum í staðinn.“ Björk á sjö hesta og nýlega gaf eiginmaðurinn, Gunni Helga, henni Border Collie hund í afmælisgjöf. „Karlinn keyrði með mig austur í Skaftártungu og náði þar í afkomanda helstu smalahunda landsins svo nú verð ég helst að fá mér rollur svo hundurinn hafi eitthvað að gera. Ég ætlaði alltaf að verða annaðhvort bóndi eða leikkona, kannski ég taki bara U-beygju núna og verði bóndi á seinni hluta æviskeiðsins.“ Það kemur í ljós að ég er að tala við landeiganda í Ásahreppi því þar ræður Björk yfir 30 hektara skika, ásamt eiginmanninum, og segir hollt að komast í tengsl við sveitamenninguna þar eystra. „Ég hef ekki gefið kost á mér í skemmtinefndir en ég hef keppt í Útsvari fyrir Ásahrepp og talað á blótum, það vantar alltaf að fylla kvennakvótann og þá er brugðið á það ráð að hringja í Björk. Þó hún kunni ekkert í spurningaleikjum og þoli ekki að halda ræður er hún alltaf svo vitlaus að segja já,“ lýsir hún hlæjandi. Um afmælishaldið er hún ófróð en hefur grun um að Gunni sé að skipuleggja eitthvað. „Ég hef gaman af að halda veislur fyrir aðra en er ömurleg þegar kemur að eigin afmæli. Enda frekar ein úti í sveit og græt liðin ár.“ Björk er Hafnfirðingur og þar er stórfjölskyldukjarninn að hennar sögn. „Mamma er ein af sex systkinum sem halda gríðarlega vel saman og afkomendur þeirra. Ég er rík að eiga stóra fjölskyldu en það þýðir líka að 50 ára afmælisboð er komið í fimmtíu manna veislu alveg um leið – bara með því allra nánasta.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. desember 2016. Lífið Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Jú, ég stend víst á tímamótum – orðin hálfrar aldar gömul. Það er bara fínt,“ segir Björk Jakobsdóttir leikkona og rökstyður sitt mál: „Hverju aldursskeiði fylgir eitthvað nýtt og spennandi. Nú er ég hætt að skutla og sækja í tómstundir því drengirnir tveir eru að verða fullorðnir, Ásgrímur, 23 ára, er kominn til London í leiklistarnám og Óli Gunnar, 17 ára, í Versló og ég er farin að sinna folöldum og hvolpum í staðinn.“ Björk á sjö hesta og nýlega gaf eiginmaðurinn, Gunni Helga, henni Border Collie hund í afmælisgjöf. „Karlinn keyrði með mig austur í Skaftártungu og náði þar í afkomanda helstu smalahunda landsins svo nú verð ég helst að fá mér rollur svo hundurinn hafi eitthvað að gera. Ég ætlaði alltaf að verða annaðhvort bóndi eða leikkona, kannski ég taki bara U-beygju núna og verði bóndi á seinni hluta æviskeiðsins.“ Það kemur í ljós að ég er að tala við landeiganda í Ásahreppi því þar ræður Björk yfir 30 hektara skika, ásamt eiginmanninum, og segir hollt að komast í tengsl við sveitamenninguna þar eystra. „Ég hef ekki gefið kost á mér í skemmtinefndir en ég hef keppt í Útsvari fyrir Ásahrepp og talað á blótum, það vantar alltaf að fylla kvennakvótann og þá er brugðið á það ráð að hringja í Björk. Þó hún kunni ekkert í spurningaleikjum og þoli ekki að halda ræður er hún alltaf svo vitlaus að segja já,“ lýsir hún hlæjandi. Um afmælishaldið er hún ófróð en hefur grun um að Gunni sé að skipuleggja eitthvað. „Ég hef gaman af að halda veislur fyrir aðra en er ömurleg þegar kemur að eigin afmæli. Enda frekar ein úti í sveit og græt liðin ár.“ Björk er Hafnfirðingur og þar er stórfjölskyldukjarninn að hennar sögn. „Mamma er ein af sex systkinum sem halda gríðarlega vel saman og afkomendur þeirra. Ég er rík að eiga stóra fjölskyldu en það þýðir líka að 50 ára afmælisboð er komið í fimmtíu manna veislu alveg um leið – bara með því allra nánasta.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. desember 2016.
Lífið Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira