Ragnar Sig: Aldrei áður lent í því að fara efast um sjálfan mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2016 09:30 Ragnar Sigurðsson var frábær á EM síðasta sumar. Vísir/Getty Íslenski landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson hefur átt erfiðar vikur að undanförnu með Fulham í ensku b-deildinni en miðvörðurinn skoraði sitt fyrsta mark í enska boltanum eftir að hafa komið inná sem varamaður í fyrrakvöld. Ragnar hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði Fulham að undanförnu en hann innsiglaði sigur Fulham á móti Ipswich þrettán mínútum eftir að hafa komið inná sem varamaður á mánudaginn. Ragnar átti frábært Evrópumót með íslenska landsliðinu í sumar og samdi við Fulham í ágúst eftir að hafa spilað með rússneska liðinu Krasnodar árin á undan. Ragnar er í viðtali við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu í dag og þar segist hann kunna vel við sig í London og finnst enska b-deildin bæði krefjandi og skemmtileg. Ragnar segir frá síðustu vikum í viðtalinu en eftir að hafa verið í byrjunarliðinu fyrstu mánuði tímabilsins þá lenti hann í því að missa sætið sitt, fyrst í byrjunarliðinu og svo í hópnum. „Úrslitin voru ekki alveg að falla með okkur og stjórinn hefur verið iðinn við að róta í öftustu varnarlínunni síðustu vikurnar. Ég var til að mynda settur út úr hópnum um tíma og ég verð að segja að síðustu vikurnar hafa verið erfiðar,“ segir Ragnar í viðtalinu við Guðmund. „Ég var settur aftur inn í liðið í leiknum á móti Derby og ég fann að ég var ekki með sama sjálfstraust og ég er vanur að vera með. Ég hef aldrei áður lent í því að fara að efast um sjálfan mig en ég fann það í þessum leik,“ segir Ragnar ennfremur og hann talar þar einnig um mistök hans sem kostuðu mark. Hann var aftur kominn á bekkkinn. „Það er aldrei gaman að kom inná sem miðvörður og þegar ég kom inná voru um 25 mínútur eftir. Mér fannst ég hafa öllu að tapa. Það var komið aðeins inn í hausinn á mér að gera mistök en ég var ekki búinn að vera lengi inná þegar mér tókst að skora og það var ákveðinn léttir og færir mér vonandi aukið sjálfstraust. Ég kom hingað til Fulham til að spila en ekki sitja á bekknum en maður er víst ekki tvítugur lengur,“ sagði Ragnar meðal annars í viðtalinu við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu í dag. Ragnar segir þar einnig frá ógleymanlegu ári og hvernig það er að spila fótbolta yfir hátíðirnar.Ragnar Sigurðsson fagnar marki sínu á móti Ipswich.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson hefur átt erfiðar vikur að undanförnu með Fulham í ensku b-deildinni en miðvörðurinn skoraði sitt fyrsta mark í enska boltanum eftir að hafa komið inná sem varamaður í fyrrakvöld. Ragnar hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði Fulham að undanförnu en hann innsiglaði sigur Fulham á móti Ipswich þrettán mínútum eftir að hafa komið inná sem varamaður á mánudaginn. Ragnar átti frábært Evrópumót með íslenska landsliðinu í sumar og samdi við Fulham í ágúst eftir að hafa spilað með rússneska liðinu Krasnodar árin á undan. Ragnar er í viðtali við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu í dag og þar segist hann kunna vel við sig í London og finnst enska b-deildin bæði krefjandi og skemmtileg. Ragnar segir frá síðustu vikum í viðtalinu en eftir að hafa verið í byrjunarliðinu fyrstu mánuði tímabilsins þá lenti hann í því að missa sætið sitt, fyrst í byrjunarliðinu og svo í hópnum. „Úrslitin voru ekki alveg að falla með okkur og stjórinn hefur verið iðinn við að róta í öftustu varnarlínunni síðustu vikurnar. Ég var til að mynda settur út úr hópnum um tíma og ég verð að segja að síðustu vikurnar hafa verið erfiðar,“ segir Ragnar í viðtalinu við Guðmund. „Ég var settur aftur inn í liðið í leiknum á móti Derby og ég fann að ég var ekki með sama sjálfstraust og ég er vanur að vera með. Ég hef aldrei áður lent í því að fara að efast um sjálfan mig en ég fann það í þessum leik,“ segir Ragnar ennfremur og hann talar þar einnig um mistök hans sem kostuðu mark. Hann var aftur kominn á bekkkinn. „Það er aldrei gaman að kom inná sem miðvörður og þegar ég kom inná voru um 25 mínútur eftir. Mér fannst ég hafa öllu að tapa. Það var komið aðeins inn í hausinn á mér að gera mistök en ég var ekki búinn að vera lengi inná þegar mér tókst að skora og það var ákveðinn léttir og færir mér vonandi aukið sjálfstraust. Ég kom hingað til Fulham til að spila en ekki sitja á bekknum en maður er víst ekki tvítugur lengur,“ sagði Ragnar meðal annars í viðtalinu við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu í dag. Ragnar segir þar einnig frá ógleymanlegu ári og hvernig það er að spila fótbolta yfir hátíðirnar.Ragnar Sigurðsson fagnar marki sínu á móti Ipswich.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Sjá meira