Lögreglan rýmdi anddyri Trump Tower í miðbæ New York eftir að undarlegur pakki fannst þar í kvöld. Trump Tower er háhýsi í eigu Donalds Trump en þar ver hann jafnan mestum tíma sínum. Reuters greinir frá.
Talsmaður lögreglunnar í New York sagði að sprengjusveit lögreglunnar hefði mætt á svæðið og úrskurðað að ekki hefði verið um sprengju að ræða.
Trump er sjálfur staddur á Flórída í jólafríi en anddyrið er allajafna troðfullt af ferðamönnum.
Anddyri Trump Tower rýmt vegna undarlegs pakka
Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
