Stóra fólkið Bjarni Karlsson skrifar 28. desember 2016 07:00 Er það ekki með þig eins og mig þegar jólin koma að vissar persónur líkt og fljóta upp í meðvitundina? Rétt eins og allt fólk velur sér minningar til að lyfta fram og halda í þannig veljum við okkur líka persónur sem við gefum heiðurssess í sál okkar og við vissar aðstæður leiðum við að þeim hugann. Þetta er stóra fólkið í lífinu þínu sem þú hugsar til í sigrum og sorgum, á björtustu og dimmustu stundum lífsins. Við sjáum þau best með lokuð augun. Við horfum á þau með innri sjóninni, heyrum raddir þeirra inni í okkur og látum nærveru þeirra styrkja okkur og hressa, jafnvel þótt þau kunni að vera farin héðan úr heimi. Gæti hugsast að það gilti hjá þér eins og mér að stóra fólkið er ekki endilega persónur sem umhverfið hefur hampað eða gert mikið með? Gæti hugsast að stóra fólkið þitt hafi öðlast sinn sess vegna þess að einhvern tímann þegar þú þurftir á því að halda átti það augu til að greina þörf þína og vilja til þess að uppfylla hana? Með því að vera vitni að aðstæðum þínum og virða þarfir þínar eignuðust þau stað í hjarta þínu. Verk þeirra gáfu í skyn að það væri elskuvert að vera þú. Þannig uppskáru þau þakklæti þitt og trúnað. Ég skil jólin á þessum nótum. Í mínum huga eru þau samstöðuyfirlýsing með okkar berskjaldaða lífi. Lífið er gott eins og það kemur af skepnunni segja jólin, mannleg lífsbarátta er virðingarverð og það er elskulegt að vera þú. Betlehemfrásögnin er kankvís þekking hugvitsamlega varðveitt í langtímaminni mannkyns. Og samtalið sem ég og milljónir manna um allan heim iðka við þann sem þar fæddist varðar hinn þakkláta efa: Skyldi vera í lagi að vera ég? Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun
Er það ekki með þig eins og mig þegar jólin koma að vissar persónur líkt og fljóta upp í meðvitundina? Rétt eins og allt fólk velur sér minningar til að lyfta fram og halda í þannig veljum við okkur líka persónur sem við gefum heiðurssess í sál okkar og við vissar aðstæður leiðum við að þeim hugann. Þetta er stóra fólkið í lífinu þínu sem þú hugsar til í sigrum og sorgum, á björtustu og dimmustu stundum lífsins. Við sjáum þau best með lokuð augun. Við horfum á þau með innri sjóninni, heyrum raddir þeirra inni í okkur og látum nærveru þeirra styrkja okkur og hressa, jafnvel þótt þau kunni að vera farin héðan úr heimi. Gæti hugsast að það gilti hjá þér eins og mér að stóra fólkið er ekki endilega persónur sem umhverfið hefur hampað eða gert mikið með? Gæti hugsast að stóra fólkið þitt hafi öðlast sinn sess vegna þess að einhvern tímann þegar þú þurftir á því að halda átti það augu til að greina þörf þína og vilja til þess að uppfylla hana? Með því að vera vitni að aðstæðum þínum og virða þarfir þínar eignuðust þau stað í hjarta þínu. Verk þeirra gáfu í skyn að það væri elskuvert að vera þú. Þannig uppskáru þau þakklæti þitt og trúnað. Ég skil jólin á þessum nótum. Í mínum huga eru þau samstöðuyfirlýsing með okkar berskjaldaða lífi. Lífið er gott eins og það kemur af skepnunni segja jólin, mannleg lífsbarátta er virðingarverð og það er elskulegt að vera þú. Betlehemfrásögnin er kankvís þekking hugvitsamlega varðveitt í langtímaminni mannkyns. Og samtalið sem ég og milljónir manna um allan heim iðka við þann sem þar fæddist varðar hinn þakkláta efa: Skyldi vera í lagi að vera ég? Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun