Nýr Suzuki Swift Finnur Thorlacius skrifar 27. desember 2016 13:40 Suzuki Swift er einn af söluhæsti bílgerðum Suzuki frá upphafi og hefur alls selst í yfir 5,3 milljónum eintaka þó svo hann hafi ekki verið framleiddur nema frá árinu 2004. Suzuki hefur nú birt myndir af fjórðu kynslóð bílsins vinsæla og hafa línurnar í bílnum mýkst nokkuð frá þriðju kynslóð hans. Sala fjórðu kynslóðarinnar hefst 4. janúar. Suzuki mun eitthvað síðar kynna RS útgáfu Swift með forþjöppudrifinni 1,0 lítra vél sem er 112 hestöfl. Suzuki Swift mun koma í fjölmörgum útfærslum, Hybrid ML, XL, XG, RSt, Hybrid RS og RS. Swift mun fást með 5 og 6 gíra beinskiptingum og sjálfskiptingum, allt eftir því í hvaða útfærslu hann er valinn og sumar þeirra eru einnig með fjórhjóladrifi. Flestar gerðir bílsins verða með 1,2 lítra bensínvél.Séður aftan frá. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent
Suzuki Swift er einn af söluhæsti bílgerðum Suzuki frá upphafi og hefur alls selst í yfir 5,3 milljónum eintaka þó svo hann hafi ekki verið framleiddur nema frá árinu 2004. Suzuki hefur nú birt myndir af fjórðu kynslóð bílsins vinsæla og hafa línurnar í bílnum mýkst nokkuð frá þriðju kynslóð hans. Sala fjórðu kynslóðarinnar hefst 4. janúar. Suzuki mun eitthvað síðar kynna RS útgáfu Swift með forþjöppudrifinni 1,0 lítra vél sem er 112 hestöfl. Suzuki Swift mun koma í fjölmörgum útfærslum, Hybrid ML, XL, XG, RSt, Hybrid RS og RS. Swift mun fást með 5 og 6 gíra beinskiptingum og sjálfskiptingum, allt eftir því í hvaða útfærslu hann er valinn og sumar þeirra eru einnig með fjórhjóladrifi. Flestar gerðir bílsins verða með 1,2 lítra bensínvél.Séður aftan frá.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent