„Ekki fræðilegur!“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. desember 2016 23:15 Frá fundi Donalds Trumps og Baracks Obama eftir að sá var kjörinn næsti forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, gefur lítið fyrir yfirlýsingar Baracks Obama, núverandi forseta, um að sá síðarnefndi hefði getað unnið kosningarnar vestanhafs - hefði hann mátt bjóða sig fram aftur. Obama sagði í viðtali CNN, sem Vísir greindi frá fyrr í dag, að hann hefði fulla trú á því að sýn hans á Bandaríkin hefði enn hljómgrunn hjá meirihluta þjóðarinnar. „Ég hef fulla trú á þessari hugsjón vegna þess að ég er þess fullviss um að ef ég hefði boðið mig fram aftur, að þá hefði ég getað virkjað meirihluta bandarísku þjóðarinnar til þess að fylkja sér á bakvið hana“ sagði Obama.Sjá einnig: Obama: Ég hefði getað sigrað aftur Þessu er Donald Trump hjartanlega ósammála. „Obama segir að hann telji sig hafa getað unnið mig. Hann getur alveg sagt það en ég segi EKKI FRÆÐILEGUR! (e. no way!) - störf flytjast úr landi, ISIS, Obamacare o.s.frv.“ skrifaði hann á Twitter-síðu sína. President Obama said that he thinks he would have won against me. He should say that but I say NO WAY! - jobs leaving, ISIS, OCare, etc.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 26, 2016 Öll síðastnefndu atriðin í tísti Trumps báru reglulega á góma í kosningabaráttu hans - sem lauk eins og kunnugt er með sigri auðkýfingsins. Hann baunaði þó ekki einungis á forvera sinn á Twitter í kvöld. Sameinuðu þjóðirnar fengu að sama skapi að kenna á lyklaborði Trumps. Tístið, sem sjá má hér að neðan, má að öllum líkindum rekja til ályktunar Öryggisráðs SÞ gegn landnemabyggðum Ísraela.The United Nations has such great potential but right now it is just a club for people to get together, talk and have a good time. So sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 26, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Obama: Ég hefði getað sigrað aftur Obama sagðist hafa full á trú á hugsjón sinni fyrir Bandaríkin. 26. desember 2016 17:23 Ísraelar saka Bandaríkin um að standa á bakvið ályktun öryggisráðsins Ísraelar hóta því jafnframt að láta Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna fá gögn sem sanna það. 26. desember 2016 23:07 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, gefur lítið fyrir yfirlýsingar Baracks Obama, núverandi forseta, um að sá síðarnefndi hefði getað unnið kosningarnar vestanhafs - hefði hann mátt bjóða sig fram aftur. Obama sagði í viðtali CNN, sem Vísir greindi frá fyrr í dag, að hann hefði fulla trú á því að sýn hans á Bandaríkin hefði enn hljómgrunn hjá meirihluta þjóðarinnar. „Ég hef fulla trú á þessari hugsjón vegna þess að ég er þess fullviss um að ef ég hefði boðið mig fram aftur, að þá hefði ég getað virkjað meirihluta bandarísku þjóðarinnar til þess að fylkja sér á bakvið hana“ sagði Obama.Sjá einnig: Obama: Ég hefði getað sigrað aftur Þessu er Donald Trump hjartanlega ósammála. „Obama segir að hann telji sig hafa getað unnið mig. Hann getur alveg sagt það en ég segi EKKI FRÆÐILEGUR! (e. no way!) - störf flytjast úr landi, ISIS, Obamacare o.s.frv.“ skrifaði hann á Twitter-síðu sína. President Obama said that he thinks he would have won against me. He should say that but I say NO WAY! - jobs leaving, ISIS, OCare, etc.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 26, 2016 Öll síðastnefndu atriðin í tísti Trumps báru reglulega á góma í kosningabaráttu hans - sem lauk eins og kunnugt er með sigri auðkýfingsins. Hann baunaði þó ekki einungis á forvera sinn á Twitter í kvöld. Sameinuðu þjóðirnar fengu að sama skapi að kenna á lyklaborði Trumps. Tístið, sem sjá má hér að neðan, má að öllum líkindum rekja til ályktunar Öryggisráðs SÞ gegn landnemabyggðum Ísraela.The United Nations has such great potential but right now it is just a club for people to get together, talk and have a good time. So sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 26, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Obama: Ég hefði getað sigrað aftur Obama sagðist hafa full á trú á hugsjón sinni fyrir Bandaríkin. 26. desember 2016 17:23 Ísraelar saka Bandaríkin um að standa á bakvið ályktun öryggisráðsins Ísraelar hóta því jafnframt að láta Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna fá gögn sem sanna það. 26. desember 2016 23:07 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Obama: Ég hefði getað sigrað aftur Obama sagðist hafa full á trú á hugsjón sinni fyrir Bandaríkin. 26. desember 2016 17:23
Ísraelar saka Bandaríkin um að standa á bakvið ályktun öryggisráðsins Ísraelar hóta því jafnframt að láta Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna fá gögn sem sanna það. 26. desember 2016 23:07