Bölvuð mandlan Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. desember 2016 07:00 Fyrir utan eina litla hefð þá eru jólin frábær. Við vitum öll um hvaða hefð er að ræða. Hefð sem hyglar sumum en leggur aðra nánast í einelti. Brýtur þá niður. Skilur einstaklinga eftir með sárt ennið ár eftir ár. Auðvitað er það bölvaður möndlugrauturinn. Maður hefði haldið að þetta fræ, sem blandað er saman við eftirrétti í sparifötunum, myndi lenda nokkuð jafnt í skálum fjölskyldumeðlima en svo virðist ekki vera. Eftir rúm 23 ár af þessari jarðvist hefur þetta drasl aldrei endað hjá mér. Á sama tíma heyrir maður aðra gorta sig af því að þeir muni keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í möndlugrautsáti eftir að hafa fengið möndluna þrjú ár í röð. Absúrd hreint út sagt. Það verður ekkert Tókýó 2020 fyrir mig. Ég veit ég á fleiri en eitt þjáningarsystkin og líklega fleiri en tvö. Hvert einasta ár er þetta eins. Grauturinn, sem er að vísu búðingur í tilfelli okkar fjölskyldu, er fram borinn og í brjósti manns kviknar barnsleg von um að þetta verði árið sem allt breytist. Fyrstu skálinni eru gerð skil, síðan annarri og til að fullkomna sjálfsfyrirlitninguna sporðrennirðu þeirri þriðju. Með hverri skeiðinni dofnar neistinn. Þú áttar þig smám saman á því að það hlakkar í einhverju skyldmenni þínu sem geymt hefur möndluna í kinninni og fylgst með þér borða þér til óbóta. Gleðileg fokking jól. Vandamálið er auðleyst. Ekki fleiri kramin hjörtu og brostnar vonir á aðfangadag. Björgum jólunum. Bönnum möndlugrautinn fyrir fullt og allt. P.S. Þessu algerlega ótengt og alveg út í bláinn. Ef fjölskyldan þín ákveður að gefa ekki gjafir um jólin þá er hún að reyna leiða þig í gildru.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Óli Eiðsson Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Fyrir utan eina litla hefð þá eru jólin frábær. Við vitum öll um hvaða hefð er að ræða. Hefð sem hyglar sumum en leggur aðra nánast í einelti. Brýtur þá niður. Skilur einstaklinga eftir með sárt ennið ár eftir ár. Auðvitað er það bölvaður möndlugrauturinn. Maður hefði haldið að þetta fræ, sem blandað er saman við eftirrétti í sparifötunum, myndi lenda nokkuð jafnt í skálum fjölskyldumeðlima en svo virðist ekki vera. Eftir rúm 23 ár af þessari jarðvist hefur þetta drasl aldrei endað hjá mér. Á sama tíma heyrir maður aðra gorta sig af því að þeir muni keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í möndlugrautsáti eftir að hafa fengið möndluna þrjú ár í röð. Absúrd hreint út sagt. Það verður ekkert Tókýó 2020 fyrir mig. Ég veit ég á fleiri en eitt þjáningarsystkin og líklega fleiri en tvö. Hvert einasta ár er þetta eins. Grauturinn, sem er að vísu búðingur í tilfelli okkar fjölskyldu, er fram borinn og í brjósti manns kviknar barnsleg von um að þetta verði árið sem allt breytist. Fyrstu skálinni eru gerð skil, síðan annarri og til að fullkomna sjálfsfyrirlitninguna sporðrennirðu þeirri þriðju. Með hverri skeiðinni dofnar neistinn. Þú áttar þig smám saman á því að það hlakkar í einhverju skyldmenni þínu sem geymt hefur möndluna í kinninni og fylgst með þér borða þér til óbóta. Gleðileg fokking jól. Vandamálið er auðleyst. Ekki fleiri kramin hjörtu og brostnar vonir á aðfangadag. Björgum jólunum. Bönnum möndlugrautinn fyrir fullt og allt. P.S. Þessu algerlega ótengt og alveg út í bláinn. Ef fjölskyldan þín ákveður að gefa ekki gjafir um jólin þá er hún að reyna leiða þig í gildru.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun