Afstaða Íslands hafði áhrif – Stórmerkur dómur Evrópudómstólsins Stefán Pálsson skrifar 27. desember 2016 07:00 Þann 21. desember sl. felldi Evrópudómstóllinn veigamikinn dóm varðandi viðskiptasamning Marokkó og Evrópusambandsins. Dómurinn er á þá leið að samningurinn nái ekki til varnings sem framleiddur er í hinu hernumda landi Vestur-Sahara. Þetta er stórsigur fyrir Saharawi-þjóðina, sem berst gegn hernámi lands síns en að sama skapi mikið áfall fyrir stjórnvöld í Marokkó. Vestur-Sahara hefur verið kallað síðasta nýlendan í Afríku, en Marokkó lagði landið undir sig með hervaldi eftir að spænskum yfirráðum lauk þar árið 1975. Frá þeim tíma hefur gegndarlaus rányrkja á auðlindum Vestur-Sahara átt sér stað, auk þess sem Marokkóstjórn hefur reynt að fá alþjóðasamfélagið til að viðurkenna landvinninga sína. Hernámið er skýlaust brot á alþjóðalögum og fer fram í trássi við samþykktir Sameinuðu þjóðanna, en hernaðarlegir og efnahagslegir hagsmunir stórþjóðanna, einkum Frakka, hefur orðið til þess að Marokkó hefur fengið að fara sínu fram. Saharawi-fólkið, hinir réttmætu eigendur landsins, hefur lagt mikla áherslu á að fríverslunarsamningar Marokkó við önnur ríki geti ekki náð til hernuminna svæða og um það var tekist í dómsmáli þessu. Fyrir okkur Íslendinga er áhugavert og um leið gleðilegt að vita að meðal þeirra gagna sem lágu til grundvallar í málflutningnum var yfirlýsing utanríkisráðherra Íslands í umræðum á Alþingi fyrr á þessu ári. Þar staðfesti Lilja Dögg Alfreðsdóttir þann skilning Íslands að viðskiptasamningar við Marokkó tækju ekki til hernumins lands. Gott er að sjá svo áþreifanlegt dæmi um að afstaða Íslands geti haft bein áhrif til góðs fyrir baráttu valdalausrar smáþjóðar. Alþingi hefur falið utanríkisráðherra að beita sér í málefnum Vestur-Sahara og tryggja að sjálfsákvörðunarréttur íbúanna verði tryggður. Vonandi verður haldið áfram á þeirri braut. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 21. desember sl. felldi Evrópudómstóllinn veigamikinn dóm varðandi viðskiptasamning Marokkó og Evrópusambandsins. Dómurinn er á þá leið að samningurinn nái ekki til varnings sem framleiddur er í hinu hernumda landi Vestur-Sahara. Þetta er stórsigur fyrir Saharawi-þjóðina, sem berst gegn hernámi lands síns en að sama skapi mikið áfall fyrir stjórnvöld í Marokkó. Vestur-Sahara hefur verið kallað síðasta nýlendan í Afríku, en Marokkó lagði landið undir sig með hervaldi eftir að spænskum yfirráðum lauk þar árið 1975. Frá þeim tíma hefur gegndarlaus rányrkja á auðlindum Vestur-Sahara átt sér stað, auk þess sem Marokkóstjórn hefur reynt að fá alþjóðasamfélagið til að viðurkenna landvinninga sína. Hernámið er skýlaust brot á alþjóðalögum og fer fram í trássi við samþykktir Sameinuðu þjóðanna, en hernaðarlegir og efnahagslegir hagsmunir stórþjóðanna, einkum Frakka, hefur orðið til þess að Marokkó hefur fengið að fara sínu fram. Saharawi-fólkið, hinir réttmætu eigendur landsins, hefur lagt mikla áherslu á að fríverslunarsamningar Marokkó við önnur ríki geti ekki náð til hernuminna svæða og um það var tekist í dómsmáli þessu. Fyrir okkur Íslendinga er áhugavert og um leið gleðilegt að vita að meðal þeirra gagna sem lágu til grundvallar í málflutningnum var yfirlýsing utanríkisráðherra Íslands í umræðum á Alþingi fyrr á þessu ári. Þar staðfesti Lilja Dögg Alfreðsdóttir þann skilning Íslands að viðskiptasamningar við Marokkó tækju ekki til hernumins lands. Gott er að sjá svo áþreifanlegt dæmi um að afstaða Íslands geti haft bein áhrif til góðs fyrir baráttu valdalausrar smáþjóðar. Alþingi hefur falið utanríkisráðherra að beita sér í málefnum Vestur-Sahara og tryggja að sjálfsákvörðunarréttur íbúanna verði tryggður. Vonandi verður haldið áfram á þeirri braut. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun