Skildi ekki orð í pólsku en hefur aðeins farið fram Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. desember 2016 10:45 Elísa Elíasdóttir forstöðumaður og Margrét Guðjónsdóttir, skólabókavörður í Héraðsbókasafni Rangæinga á Hvolsvelli. Mynd/Árný Lára Karvelsdóttir Ég stakk upp á því við yfirmann hjá Kjötvinnslu SS að fyrirtækið gæfi bókasafninu pólskar bækur í afmælisgjöf og fékk alveg rosagóðar undirtektir sem ég er mjög þakklát fyrir,“ segir Elísa Elíasdóttir, forstöðumaður Héraðsbókasafns Rangæinga. Hún kveðst hafa fengið hugmyndina þegar hún fór á forstöðumannafund austur á fjörðum og skoðaði bókasafnið á Reyðarfirði. „Þar var ein hillan merkt á pólsku og bókakosturinn gjöf frá Alcoa Fjarðaáli. Okkar safn er sextíu ára og ég hafði heyrt að helmingur, eða meira, af starfsfólki kjötvinnslu SS hér á Hvolsvelli væri innflytjendur. Hugmyndin mín féll í frjóan jarðveg hjá SS og við fengum yfir hundrað bækur.“ Um þrettán prósent íbúa Rangárþings eystra, eða 1.770 íbúar alls, eru af erlendu bergi brotnir og þar af eru Pólverjar í miklum meirihluta, samkvæmt upplýsingum markaðs- og kynningarfulltrúa sveitarfélagsins. Elísa sá sjálf um að útvega bækurnar og naut þar aðstoðar túlks. „Ég skildi ekki orð í pólsku en mér hefur aðeins farið fram eftir að bækurnar komu því ég hef verið að skrá þær inn í Gegni. En það er pólsk stúlka sem býr á Hellu og kemur hingað á Hvolsvöll öðru hvoru að túlka í skólanum og víðar og hún kom á bókasafnið til mín og valdi bækurnar og pantaði þær. Við fórum saman yfir hverjar væru vinsælustu þýddu barnabækur og spennubækur hjá mér. Pöntuðum þær á pólsku og hún valdi fullt af öðrum flottum bókum. Við eigum reyndar eftir að fá einn kassa, það varð smá misskilningur í tollinum og hann var endursendur. Ég vona að hann komi aftur.“ Elísa segir einn Pólverja hafa verið duglegan að koma á safnið síðan hún byrjaði þar fyrir rúmu ári. „Hann er búinn með það sem við áttum og Selfosssafnið líka en nú fær hann nóg að lesa,“ lýsir hún. „Svo langar mig til að bókasafnið geti verið menningarmiðstöð allra á svæðinu. Langt að komna fólkið gæti hjálpað til að halda erlendu deildinni við með því að gefa eina og eina bók að heiman eða vera með skiptibókamarkað.“ Fólk er þegar farið að fá nýju bækurnar lánaðar og færslan á fésbókinni um hina skemmtilegu gjöf kjötvinnslunnar er vinsælust af öllum, að sögn Elísu. Hún getur þess að pólskir íbúar á svæðinu fái fyrsta mánuðinn frítt bókasafnsskírteini. „En svo er árgjaldið nú ekki nema 1.500 krónur,“ bætir hún við. „Svo það á ekki að fæla frá.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. desember 2016 Lífið Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira
Ég stakk upp á því við yfirmann hjá Kjötvinnslu SS að fyrirtækið gæfi bókasafninu pólskar bækur í afmælisgjöf og fékk alveg rosagóðar undirtektir sem ég er mjög þakklát fyrir,“ segir Elísa Elíasdóttir, forstöðumaður Héraðsbókasafns Rangæinga. Hún kveðst hafa fengið hugmyndina þegar hún fór á forstöðumannafund austur á fjörðum og skoðaði bókasafnið á Reyðarfirði. „Þar var ein hillan merkt á pólsku og bókakosturinn gjöf frá Alcoa Fjarðaáli. Okkar safn er sextíu ára og ég hafði heyrt að helmingur, eða meira, af starfsfólki kjötvinnslu SS hér á Hvolsvelli væri innflytjendur. Hugmyndin mín féll í frjóan jarðveg hjá SS og við fengum yfir hundrað bækur.“ Um þrettán prósent íbúa Rangárþings eystra, eða 1.770 íbúar alls, eru af erlendu bergi brotnir og þar af eru Pólverjar í miklum meirihluta, samkvæmt upplýsingum markaðs- og kynningarfulltrúa sveitarfélagsins. Elísa sá sjálf um að útvega bækurnar og naut þar aðstoðar túlks. „Ég skildi ekki orð í pólsku en mér hefur aðeins farið fram eftir að bækurnar komu því ég hef verið að skrá þær inn í Gegni. En það er pólsk stúlka sem býr á Hellu og kemur hingað á Hvolsvöll öðru hvoru að túlka í skólanum og víðar og hún kom á bókasafnið til mín og valdi bækurnar og pantaði þær. Við fórum saman yfir hverjar væru vinsælustu þýddu barnabækur og spennubækur hjá mér. Pöntuðum þær á pólsku og hún valdi fullt af öðrum flottum bókum. Við eigum reyndar eftir að fá einn kassa, það varð smá misskilningur í tollinum og hann var endursendur. Ég vona að hann komi aftur.“ Elísa segir einn Pólverja hafa verið duglegan að koma á safnið síðan hún byrjaði þar fyrir rúmu ári. „Hann er búinn með það sem við áttum og Selfosssafnið líka en nú fær hann nóg að lesa,“ lýsir hún. „Svo langar mig til að bókasafnið geti verið menningarmiðstöð allra á svæðinu. Langt að komna fólkið gæti hjálpað til að halda erlendu deildinni við með því að gefa eina og eina bók að heiman eða vera með skiptibókamarkað.“ Fólk er þegar farið að fá nýju bækurnar lánaðar og færslan á fésbókinni um hina skemmtilegu gjöf kjötvinnslunnar er vinsælust af öllum, að sögn Elísu. Hún getur þess að pólskir íbúar á svæðinu fái fyrsta mánuðinn frítt bókasafnsskírteini. „En svo er árgjaldið nú ekki nema 1.500 krónur,“ bætir hún við. „Svo það á ekki að fæla frá.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. desember 2016
Lífið Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira