Sá stærsti í Domino´s deildinni þarf að ráða umboðsmann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2016 09:00 Tryggvi Snær Hlinason í leik á móti KR. Vísir/Eyþór Tryggvi Snær Hlinason, 19 ára og 216 sentímetrahár leikmaður Þórs frá Akureyri, er framtíðarmaður íslenska landsliðsins og án efa framtíðaratvinnumaður. Mikill áhugi er erlendis frá á kappanum en hann reiknar engu að síður að klára tímabilið með Þór Akureyri í Domino´s deildinni. Tryggvi Snær Hlinason er í viðtali við Kristján Jónsson í Morgunblaðinu í dag og þar segist hann hallast frekar að því að fara beint út í atvinnumennsku í Evrópu í stað þess að fara í bandaríska háskólakörfuboltann. En fyrst ætlar hann að klára skólann á Akureyri og um leið klára núverandi tímabil. „Það hefur verið aðeins ýtt á mig að koma út sem fyrst en mér sýnist að svo verði ekki. Af atvinnumannaliðunum hefur Valencia sýnt mér mestan áhuga,“ sagði Tryggvi í viðtalinu í Morgunblaðinu. Tryggvi segir að áhuginn á sér komi ekki síður frá bandarískum háskólum. Tryggvi sér ekki fyrir sér í dag hvað bíður hans á næsta tímabili en þótt að hann gæti samið við atvinnumannalið í vetur þá sé það freistandi að bíða fram á sumar þegar hann verður í eldlínunni með 20 ára landsliðinu í A-deild Evrópukeppninnar. Þar fær hann stóran glugga. „Verði þetta niðurstaðan þá verður fyrsta skrefið hjá mér að ráða umboðsmann. Tilboðin berast þá vonandi í framhaldinu. Ég gæti alveg hugsað mér að ákveða eitthvað eftir EM hjá U-20,“ sagði Tryggvi í fyrrnefndu viðtali. Hann gerir sér alveg grein fyrir að hann er langt í frá fulllærður í körfuboltafræðunum og segir að Benedikt Guðmundsson hafi hjálpað honum mikið í vetur. „Ég er ennþá svo grænn að margt í mínum leik er hægt að bæta og laga. Fyrir mig hefur verið mjög heppilegt að fá Benedikt Guðmundsson norður,“ segir Tryggvi meðal annars í stóru viðtali hans við Kristján Jónsson í Morgunblaðinu í dag. Tryggvi Snær Hlinason var með 9,5 stig, 6,2 fráköst, 2,2 varin skot að meðaltali á 26,1 mínútu í leik í fyrri umferð Domino´s deildarinnar en hann nýtti þá 71 prósent skota sinna utan af velli. Dominos-deild karla Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira
Tryggvi Snær Hlinason, 19 ára og 216 sentímetrahár leikmaður Þórs frá Akureyri, er framtíðarmaður íslenska landsliðsins og án efa framtíðaratvinnumaður. Mikill áhugi er erlendis frá á kappanum en hann reiknar engu að síður að klára tímabilið með Þór Akureyri í Domino´s deildinni. Tryggvi Snær Hlinason er í viðtali við Kristján Jónsson í Morgunblaðinu í dag og þar segist hann hallast frekar að því að fara beint út í atvinnumennsku í Evrópu í stað þess að fara í bandaríska háskólakörfuboltann. En fyrst ætlar hann að klára skólann á Akureyri og um leið klára núverandi tímabil. „Það hefur verið aðeins ýtt á mig að koma út sem fyrst en mér sýnist að svo verði ekki. Af atvinnumannaliðunum hefur Valencia sýnt mér mestan áhuga,“ sagði Tryggvi í viðtalinu í Morgunblaðinu. Tryggvi segir að áhuginn á sér komi ekki síður frá bandarískum háskólum. Tryggvi sér ekki fyrir sér í dag hvað bíður hans á næsta tímabili en þótt að hann gæti samið við atvinnumannalið í vetur þá sé það freistandi að bíða fram á sumar þegar hann verður í eldlínunni með 20 ára landsliðinu í A-deild Evrópukeppninnar. Þar fær hann stóran glugga. „Verði þetta niðurstaðan þá verður fyrsta skrefið hjá mér að ráða umboðsmann. Tilboðin berast þá vonandi í framhaldinu. Ég gæti alveg hugsað mér að ákveða eitthvað eftir EM hjá U-20,“ sagði Tryggvi í fyrrnefndu viðtali. Hann gerir sér alveg grein fyrir að hann er langt í frá fulllærður í körfuboltafræðunum og segir að Benedikt Guðmundsson hafi hjálpað honum mikið í vetur. „Ég er ennþá svo grænn að margt í mínum leik er hægt að bæta og laga. Fyrir mig hefur verið mjög heppilegt að fá Benedikt Guðmundsson norður,“ segir Tryggvi meðal annars í stóru viðtali hans við Kristján Jónsson í Morgunblaðinu í dag. Tryggvi Snær Hlinason var með 9,5 stig, 6,2 fráköst, 2,2 varin skot að meðaltali á 26,1 mínútu í leik í fyrri umferð Domino´s deildarinnar en hann nýtti þá 71 prósent skota sinna utan af velli.
Dominos-deild karla Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Fleiri fréttir NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Sjá meira