Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur skipað Peter Navarro í embætti formanns verslunarráðs Hvíta Hússins, sem er nýtt fyrirbrigði sem forsetinn og menn hans hafa ákveðið að koma á laggirnar.
Navarro var einn af helstu ráðgjöfum Trump í viðskiptamálum í kosningunni og hann hefur um árabil verið afar gagnrýninn á stjórnvöld í Kína og hvatt til breytinga á því hvernig Bandaríkin stunda viðskipti við önnur ríki.
Hafa bækur Navarro meðal annars tekið á með hvaða hætti kínverska hagkerfið ógni því bandaríska, en Trump varði einmitt miklu púðri í kosningabaráttunni í gagnrýni á Kínverja og viðskiptahætti þeirra.
Navarro er 67 ára og hefur starfað sem prófessor við Kaliforníuháskóla. Meðal frægari bóka hans er Death by China: How America Lost its Manufacturing Base sem einnig var gerð að heimildarmynd.
Navarro verður einn helsti viðskiptamálaráðgjafi Trump

Tengdar fréttir

Trump segir að hann hefði unnið sama hverjar reglurnar væru
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sagði á Twitter-reikningi sínum í gær að hann hefði getað fengið fleiri atkvæði en Hillary Clinton á landsvísu í forsetakosningunum hefði hann viljað það.

Bandaríska kjörmannaráðið staðfesti Trump sem forseta
Tveir Repúblikanir kusu einhvern annan en Trump en fjórir Demókratar kusu einhvern annan en Clinton.