Guðni Th. mest gúgglaði Íslendingurinn Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. desember 2016 13:41 Guðni Th. Jóhannesson var settur í embætti forseta Íslands 1. ágúst í sumar. vísir/eyþór Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er sá einstaklingur sem Íslendingar gúggluðu oftast á árinu. Guðni var gúgglaður rúmlega 34 þúsund sinnum á árinu. Þetta kemur fram í úttekt auglýsingastofunnar H:N Markaðssamskipta. Forsetinn var gúgglaður tæplega 15 þúsund sinnum oftar en sá sem næstur er á listanum. Í öðru sætinu er bardagakappinn Gunnar Nelson sem var gúgglaður tæplega 20 þúsund sinnum. Gunnar var mest gúgglaði Íslendingurinn árið 2015. Í þriðja sæti er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra. Leit að honum rauk upp í kjölfar Wintris-málsins í apríl. Þá er Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti í fjórða sæti og Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu hreppir fimmta sætið.Áhugi á Gumma Ben rauk upp í kringum Evrópumótið í knattspyrnu.Mynd/H:N MarkaðssamskiptiAthafnamaðurinn björn Steinbekk er í sjötta sæti en hann var mjög áberandi í umræðunni í kringum Evrópumótið í knattspyrnu. Þá kemur íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson nýr inn á listann, en hann naut gífurlega vinsælda þegar hann lýsti leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á Evrópumótinu í sumar. Áhuginn á Gumma rauk raunar upp í kringum Evrópumótið.Fjallið vinsælastur erlendis Sá Íslendingur sem heimurinn hefur hvað mestan áhuga á er kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson, en um 1,6 milljónir manna flettu honum upp á árinu. Hafþór fer sem kunnugt er með hlutverk The Mountain í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Þá er hljómsveitin Of Monsters and Men í öðru sæti en um það bile in og hálf milljón manns gúggluðu sveitina á árinu. Þá er hljómsveitin Kaleo í því þriðja en tæplega 1,4 milljónir flettu fjórmenningunum upp. Þá vermir Björk fjórða sætið, listamaðurinn Erró er í því fimmta og Gunnar Nelson í sjötta sæti.Þessi voru vinsælust erlendis.Mynd/H:N MarkaðssamskiptiKnattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson og crossfit-drottningin Sara Sigmundsdóttir sitja saman í sjöunda og áttunda sæti listans. Ragnar Sigurðsson vekur athygli erlendis sem og hér heima og vermir níunda sæti listans. Þá er leitarorðið Miss Iceland í því tíunda og á Arna Ýr Jónsdóttir eflaust mikið í því eftir að hún lét aðstandendur Miss Grand International kepninnar hafa það óþvegið og hætti keppni. Þetta er í þriðja sinn sem H:N Markaðssamskipti gera úttekt á mest gúggluðu Íslendingunum. Ekki er um vísindalega rannsókn að ræða og ber að líta á „gúggllistann“ sem samkvæmisleik frekar en heilagan sannleik. Fréttir ársins 2016 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent Fleiri fréttir Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er sá einstaklingur sem Íslendingar gúggluðu oftast á árinu. Guðni var gúgglaður rúmlega 34 þúsund sinnum á árinu. Þetta kemur fram í úttekt auglýsingastofunnar H:N Markaðssamskipta. Forsetinn var gúgglaður tæplega 15 þúsund sinnum oftar en sá sem næstur er á listanum. Í öðru sætinu er bardagakappinn Gunnar Nelson sem var gúgglaður tæplega 20 þúsund sinnum. Gunnar var mest gúgglaði Íslendingurinn árið 2015. Í þriðja sæti er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra. Leit að honum rauk upp í kjölfar Wintris-málsins í apríl. Þá er Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti í fjórða sæti og Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu hreppir fimmta sætið.Áhugi á Gumma Ben rauk upp í kringum Evrópumótið í knattspyrnu.Mynd/H:N MarkaðssamskiptiAthafnamaðurinn björn Steinbekk er í sjötta sæti en hann var mjög áberandi í umræðunni í kringum Evrópumótið í knattspyrnu. Þá kemur íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson nýr inn á listann, en hann naut gífurlega vinsælda þegar hann lýsti leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á Evrópumótinu í sumar. Áhuginn á Gumma rauk raunar upp í kringum Evrópumótið.Fjallið vinsælastur erlendis Sá Íslendingur sem heimurinn hefur hvað mestan áhuga á er kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson, en um 1,6 milljónir manna flettu honum upp á árinu. Hafþór fer sem kunnugt er með hlutverk The Mountain í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Þá er hljómsveitin Of Monsters and Men í öðru sæti en um það bile in og hálf milljón manns gúggluðu sveitina á árinu. Þá er hljómsveitin Kaleo í því þriðja en tæplega 1,4 milljónir flettu fjórmenningunum upp. Þá vermir Björk fjórða sætið, listamaðurinn Erró er í því fimmta og Gunnar Nelson í sjötta sæti.Þessi voru vinsælust erlendis.Mynd/H:N MarkaðssamskiptiKnattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson og crossfit-drottningin Sara Sigmundsdóttir sitja saman í sjöunda og áttunda sæti listans. Ragnar Sigurðsson vekur athygli erlendis sem og hér heima og vermir níunda sæti listans. Þá er leitarorðið Miss Iceland í því tíunda og á Arna Ýr Jónsdóttir eflaust mikið í því eftir að hún lét aðstandendur Miss Grand International kepninnar hafa það óþvegið og hætti keppni. Þetta er í þriðja sinn sem H:N Markaðssamskipti gera úttekt á mest gúggluðu Íslendingunum. Ekki er um vísindalega rannsókn að ræða og ber að líta á „gúggllistann“ sem samkvæmisleik frekar en heilagan sannleik.
Fréttir ársins 2016 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent Fleiri fréttir Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Sjá meira