Árásin í Berlín: Leita að Túnisa á sjúkrahúsunum Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2016 10:47 Lögregla hefur aukið eftirlit á götum Berlínar í kjölfar árásarinnar. Vísir/AFP Lögregla í Þýskalandi leitar nú að manni frá Túnis í tengslum við hryðjuverkaárásina í Berlín sem framin var á mánudagskvöldið. Maðurinn á að vera rúmlega tvítugur að aldri. Lögregla hefur meðal annars leitað að manninum á öllum sjúkrahúsum í Berlín og í sambandsríkinu Brandenburg. RBB greinir frá þessu. Lögregla hefur enn ekki staðfest fréttirnar en blaðamannafundur verður haldinn innan skamms. Spiegel greinir frá því að skjöl eiga að hafa fundist í vörubílnum sem gefa tilefni til að ná tali af manninum. Þá eiga einnig að hafa fundist lífsýni mögulegs árásarmanns í vörubílnum sem notaður var í árásinni þar sem tólf manns fórust og tugir særðust. Bæði Bild og Spiegel segja manninn heita Anis A, búa yfir fjölda vegabréfa og vera á aldrinum 21 til 23 ára. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu. Skjalið sem á að hafa fundist í bílnum er gefið út í Norðurrín-Vestfalíu. Árið 2012 ferðaðist maðurinn til Ítalíu og í júlí 2015 sneri hann aftur til Þýskalands. Hann á að hafa haldið til í Norðurrín-Vestfalíu og Berlín, en ekkert hefur spurst til hans síðan í byrjun desember. Süddeutsche Zeitung segir að maðurinn á að hafa notast við átta mismunandi dulnefni. Lögregla handtók mann, pakistanskan hælisleitanda, skömmu eftir árásina á mánudagskvöldið, en honum var sleppt í gær vegna ónægra sönnunargagna. Hann neitar sök í málinu. Lögreglu hefur borist rúmlega fimm hundruð ábendingar frá almenningi vegna málsins, meðal annars myndir og myndskeið frá vettvangi árásarinnar. Hryðjuverkasamtökin ISIS segja að stríðsmaður samtakanna hafi framkvæmt árásina. Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Bild: Pólski vörubílstjórinn var á lífi þegar ekið var inn á jólamarkaðinn Spiegel greinir nú frá því að lögregla leiti að Túnismanni sem gæti mögulega tengst málinu. 21. desember 2016 10:30 Umfangsmikil leit að ódæðismanninum í Berlín Þýska lögreglan leitar árásarmanns sem varð tólf að bana. 21. desember 2016 07:42 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Lögregla í Þýskalandi leitar nú að manni frá Túnis í tengslum við hryðjuverkaárásina í Berlín sem framin var á mánudagskvöldið. Maðurinn á að vera rúmlega tvítugur að aldri. Lögregla hefur meðal annars leitað að manninum á öllum sjúkrahúsum í Berlín og í sambandsríkinu Brandenburg. RBB greinir frá þessu. Lögregla hefur enn ekki staðfest fréttirnar en blaðamannafundur verður haldinn innan skamms. Spiegel greinir frá því að skjöl eiga að hafa fundist í vörubílnum sem gefa tilefni til að ná tali af manninum. Þá eiga einnig að hafa fundist lífsýni mögulegs árásarmanns í vörubílnum sem notaður var í árásinni þar sem tólf manns fórust og tugir særðust. Bæði Bild og Spiegel segja manninn heita Anis A, búa yfir fjölda vegabréfa og vera á aldrinum 21 til 23 ára. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu. Skjalið sem á að hafa fundist í bílnum er gefið út í Norðurrín-Vestfalíu. Árið 2012 ferðaðist maðurinn til Ítalíu og í júlí 2015 sneri hann aftur til Þýskalands. Hann á að hafa haldið til í Norðurrín-Vestfalíu og Berlín, en ekkert hefur spurst til hans síðan í byrjun desember. Süddeutsche Zeitung segir að maðurinn á að hafa notast við átta mismunandi dulnefni. Lögregla handtók mann, pakistanskan hælisleitanda, skömmu eftir árásina á mánudagskvöldið, en honum var sleppt í gær vegna ónægra sönnunargagna. Hann neitar sök í málinu. Lögreglu hefur borist rúmlega fimm hundruð ábendingar frá almenningi vegna málsins, meðal annars myndir og myndskeið frá vettvangi árásarinnar. Hryðjuverkasamtökin ISIS segja að stríðsmaður samtakanna hafi framkvæmt árásina.
Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Bild: Pólski vörubílstjórinn var á lífi þegar ekið var inn á jólamarkaðinn Spiegel greinir nú frá því að lögregla leiti að Túnismanni sem gæti mögulega tengst málinu. 21. desember 2016 10:30 Umfangsmikil leit að ódæðismanninum í Berlín Þýska lögreglan leitar árásarmanns sem varð tólf að bana. 21. desember 2016 07:42 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Bild: Pólski vörubílstjórinn var á lífi þegar ekið var inn á jólamarkaðinn Spiegel greinir nú frá því að lögregla leiti að Túnismanni sem gæti mögulega tengst málinu. 21. desember 2016 10:30
Umfangsmikil leit að ódæðismanninum í Berlín Þýska lögreglan leitar árásarmanns sem varð tólf að bana. 21. desember 2016 07:42